Sælt veri fólkið.
Mig vantar endilega að vita hvað er í gangi hjá mér.
Þegar ég nota CS:S og stilli ýmsa hluti þá vistast sumir en aðrir ekki.
Til dæmis þá breyti ég graphical stillingum mínum og set allt í lowest. Sumt vistast og fer niður í lowest, annað tekur alltaf á sig einhverja ákveðna mynd, s.s. eftir að ég er búinn að still það í low þá er það aftur komið í medium bara eftir eitt map eða eftir að ég slekk og kveiki einu sinni á CS:S
Sama með til dæmis “center player's names” stillinguna. Ég þarf alltaf að taka hana af í hvert skipti sem ég spila CS, því hún hakar alltaf við sjálfa sig eftir hvert map change“.
Þetta virðist ekki vera tengt config.cfg, því ég prufaði að breyta stillingunum í það sem ég vildi, mininmiza CS:S og setja config.cfg og autoexec.cfg á ”read only“, en það breytti ekki neinu.
Veit einhver afhverju sumar stillingar hjá mér eru alltaf að taka ”default" en aðrar vistast??
Ef einhver getur hjálpað mér með þetta þá væri það mjög vel þegið.
