Jæja, loksins tóku Og Vodafone og Síminn eitt skref í rétta átt og þá á ég við varðandi þetta verðþak sem þessir aðilar eru komnir með.

Verðþakið er lægst í 2 GB.

Það virkar þannig að þið eruð t.d. með 1 GB download limit (sama hversu stór tenging) og ef þið downloadið 20 GB, borgið þið einungis fyrir þetta eina GB. Allt umfram það er frítt.
Ef þið eruð með 500 MB download limit og þið náið í 20 GB, borgið þið fyrir 1,5 GB og svo allt umfram það er frítt.
Svo auðvitað ef þið eruð með 2 GB download limit, borgið þið ekkert fyrir download limit. ALLT FRÍTT! :)

Það er hinsvegar einn hængur á þessu. Verðþakið hlaut að enda einhverstaðar og endar það í 40 GB, þannig ef þið farið yfir 40 GB, eigið þið á hættu að fá háan reikning eða þið eigið hættu á því að ykkur verður sagt upp í viðkomandi netveitu. Hinsvegar er þetta EKKI ÁREIÐANLEG HEIMILD!
Gaui