Ég ætla að byrja á því að lýsa yfir að hann mætti hafa verið miklu lengri þessi leikur. Grafíkin er snilld og alls ekki verra að maður þarf alls enga “uber” tölvu til að geta spilað hann. Gervigreind bæði óvina og vina er mjög flott og allar hreyfingar karaktera eru eðlilegar og “mannlegar” en ekki “vélmennalegar”. Þetta ragdoll dæmi finnst mér líka virka mjög vel.

Karakterarnir finnst mér líka mjög flottir og vel gerðir sérstaklega þó combine (óvinurinn) með andlitsgrímurnar sínar. Og líka “Dog” skemmtilegt að leika við hann

Þó voru sumir kaflar aðeins of langir eins og þegar maður átti að stýra svifnökkvanum á fljótinu alveg heillengi grautfúlt að maður hefði ekki bara getað farið í gegn um portalið. En leikurinn hefði náttúrulega verið miklu styttri án þess og það hefði verið miklu verra.

Vopnin eru líka mjög flott þó sérstaklega “Zero point gravity field manipulatorinn” (Gravity gun). Mjög gaman að dúndra allskonar sorpi og hlutum í óvininn.

Að mínu mati alger snilld..

Takk fyrir mig