Get ómögulega komist að því hvort HL2 patch-inn sem átti að laga sound stutter sem margir upplifa í leiknum (þar á meðal ég) installist sjáfkrafa í gegnum steam eða ekki.

Ég get hvorki fundið hann í steam ruslinu né á heimasíðunni. Mér finnst leikurinn vægast sagt óspilanlegur með þetta vandamál. Jafnvel þó ég sé með allt í lægsta (leikurinn keyrir smooth með flest á high hjá mér) þá hikstar leikurinn eins og ég veit ekki hvað í hvert skipti sem einhver opnar á sér munninn, músík fer í gang eða leikurinn loadar einhvern nýjan sound effect.

So, er einhver hér sem þykist vera fróður um þetta mál?