Jæja fer að fara í það að gera þriðju útgáfuna af þessum “Skjálftaverðlaunum” svokölluðu.

Hinsvegar ákvað ég núna að í staðinn fyrir að nota lítinn leynihóp sem að fengi að kjósa að fá töluvert fleiri til að kjósa í þessu.

Þannig að; Ef þú ert í liði sem er á diG listanum eða var í TOP8 á Skjálfta þá máttu endilega senda mér eftirfarandi í skilaboðum á irk (Some0ne á #Drake|) :

- Mikilvægasti leikmaður : Gegnum gangandi besti leikmaður einhvers liðs.
- Besta einstaklingsframtak: Einhver leikmaður sem að gerði eitthvað sem var stórkostlegt og átti stóran hlut í því að liðið vann leik e-ð.
- Spútnik liðið : Liðið sem að kom mest á óvart.
- Vonbrigði mótsins : Liðið sem að kom mest á óvart .. með lélegu gengi.
- Stjörnuliðið: Segir sig sjálft , 5 leikmenn sem að ættu að vera í svokölluðu “Stjörnuliði”, Þá leikmenn sem báru af í sínu liði. Engin takmörk á fjölda leikmanna frá sama liði.

Hafið fram á miðvikudag til að henda þessu í mig :;D