Datt bara í hug svona að koma með smá umræðu varðandi þessa þjófnaði sem hafa verið á Skjálfta í gegnum tíðina og voru frekar high profile á þessum.

Hvað er hægt að gera til að sporna við þessu?

Hérna eru mínar hugmyndir:

1. Ljúka öllum keppnum fyrir einhvern ákveðinn tíma t.d 01.00 eða 02.00 og RÝMA svæðið þá, kveikja loftljós og pimpar labba um svæðið og reka fólk út.

2. Stytta heimsóknatíma, loka á heimsóknir eftir 20.00, í rökkrinu koma skuggabaldrarnir fram. Taka upp að selja áhorfenda/gesta passa á 500kr á skjálfta og fá einhvern atvinnumann í specroom sem fær e-ð pínkuponsu laun eða whatever og sér um að halda áhorfendum skemmt.

3. Hafa ákveðinn tíma sem má bara fara með tölvubúnað af svæðinu, t.d í einhverja 2 klukkutíma á Laugardeginum(fyrir þessa early leaving suckers) Og svo bara eftir úrslitaleikina á Sunnudeginum. Síðan hafa 2-3 Pimpa við innganginn sem að sjá um að leita í töskum og úlpu/jakkavösum að dóti, ef að einstaklingur er með eitthvað óeðlilegt þá væri mynd tekin af honum og persónuupplýsingar skráðar niður og hluturinn geymdur þangað til á mótslokum.

Þetta er eiginlega svonaa það sem mér dettur í hug sem að kostar ekki eitthvað fáránlega mikinn pening og ætti ekki að vera of mikið verk í framkvæmd.