Daginn. Mig langar aðeins að tala um developer og hvað hann gerir. Eins og flestir vita leyfir developer 1 manni að fara yfir 100 fps. Einnig fær maður nákvæmari upplýsingar í console um suma hluti, t.d. þegar einhver connectar á server sem þú býrð til. Að lokum birtist ein textalína efst á skjánum sem sýnir neðstu línuna í console.

Allavega, mikið hefur verið rætt um hvort sé betra, developer 0 eða developer 1. Sjálfur hef ég prófað bæði og eini munurinn sem ég tek eftir er að með developerinn á er allt mun smoothara. Skjárinn minn ræður við 120Hz í ingame upplausninni minni (640x480) og til að nýta það til fulls hef ég developer 1, fps_max yfir 120 og vsync on, sem gerir það að verkum að ég er með 120fps í fullkomnu samræmi við Hz tíðni skjásins og það er ótrúlega “smooth” (mjúkt hér eftir).

Í viðræðum við gókunningja minn Valdimar berst talið að þessu, en sykurpúðinn spilar einungis með 100Hz og developer 0, þó skjárinn og tölvan hans ráði vel við meira. Ástæðuna fyrir þessu segir hann að developer 1 sé slæmt; hann hægi á leiknum og recoilið verði funky af því. Ég er ekki alveg tilbúinn að gleypa við þessum fullyrðingum og skipta niður í 100fps, þar sem mikill munur er á því og 120 hvað mjúkleika varðar.

Ég hefst handa við eilítlar vísindalegar tilraunir, prófa að skjóta úr hinum ýmsu byssum, annars vegar með developer 1 og hins vegar með developer 0, og kemst að því að enginn munur sé á recoil. Þvínæst athuga ég hvort það fái staðist að ég hlaupi hægar með developer 1, en eftir nákvæma tilraun kemst ég að því að sú er ekki raunin heldur.

Á vafri mínu um veraldarvefinn í leit að upplýsingum um þetta atriði finn ég engar haldbærar og vel rökstuddar upplýsingar. Hins vegar sé ég oft hina ýmsu einstaklinga fullyrða að developer 1 sé slæmt, en sumir segja það engu skipta. Enn aðrir segja meira að segja að developer 1 geri í raun ekkert, en eftir tilraunir mínar veit ég að developer 1 breytir miklu upp á mjúkleikann ef skjárinn þinn kemst yfir 100Hz.

Mig langar semsagt að spyrja þig, hvernig spilar þú (developer 1/0, fps_max x, x Hz , vsync af/á) og hvers vegna? Og veist þú eitthvað um þennan blessaða developer sem ég veit ekki? ;l

Ég spila með developer 1, fps_max <120, 120 Hz og vsync á, vegna þess að mér finnst það langþægilegast og ég finn ekkert sem sannar að developer 1 sé verra.

Reynum svo að forðast fullyrðingar út í bláinn, rökstyðjum mál okkar og þá verður lífið miklu skemmtilegra!