Stúlkur mínar,

Ég lenti í því á laugardaginn að það var ekkert nema newbie-dauði á CS serverum þannig að ég ákvað að prófa Day of Defeat MODdið sem ég hef haft inná vélinni í langan tíma en aldrei komið mér í að spila.

Í stuttu máli sagt endaði ég inn á 22 manna server í USA og ég verð að segja það að mér þótti þetta alveg brilljant. Töluvert meiri hraði en í CS en þó ekki jafnmikill og í TFC - og virkilega raunverulegt - þó svo að hann eigi greinilega soldið í land með að verða jafn “þróaður” og CS.

Fyrir þá sem ekki vita þá snýst þetta um innrás bandamanna inn í Frakkland í síðari heimstyrjöldinni og gerist m.a. á Omaha-ströndinni, borginni Caen og á fleiri “frægum” stöðum.

Ég skannaði svo Simnet DOD serverinn öðru hvoru alla helgina en það var aldrei nokkur maður, því miður. Ég hef hins vegar verið að hlera aðeins menn með þetta og það virðist sem að fjölmargir hafi áhuga á að spila þetta, en hafa einhverra ástæðna vegna ekki komið sér í að gera það (eins og var með mig), eða hafa aldrei nokkurn til að spila við.

Það er frekar dapurt að spila þetta á útlenskum (USA) serverum með ca 120-250 í ping - þannig að ef hægt væri með einhverjum hætti að rífa þetta upp hérna þá væri það meiriháttar. Það þarf amk 10 manns (að mínu mati) á server í einu til að leikurinn verði skemmtilegur og njóti sín þannig að maður skilur vel að illa gangi að fá fólk (svona í upphafi) inná Simnet.

Mér datt í hug hvort ekki væri góð hugmynd að taka upp “opnar” æfingar á DOD t.d. tvisvar í viku til þess að byrja með þar sem að allir geta mætt á fyrirframákveðnum tíma á Simnet-serverinn og spilað eins lengi og þeir vilja.

Þið allir skápa-DOD-darar látið í ykkur heyra og reynum að koma út úr skápnum með þetta og fara að spila þetta öðru hvoru saman hér heima.

Dýrð sé Guði - Halelúja,

BenDove