Sælir allir.

Ég var að lesa gotfrag greinina um breytingar á CS í source og ég var að velta því fyrir mér hvað þið telduð helstu breytinguna vera, sem á eftir að hafa sem mest áhrif á CS eins og hann er spilaður í dag.

Persónulega held ég að það sé það, að ekki er hægt að skjóta (og sprengja) í gegnum veggi lengur.

Veggja skot hafa alltaf verið rosalega stór partur í CS, hvort sem maður hefur verið að treisa óvin, eða bara checka hvort einhver sé þar. Að það sé ekki lengur hægt finnst mér vera jákvæður hlutur.

Mér hefur alltaf fundist sá factor í CS að skjól sé í raun og veru ekki skjól vera mjög lélegur, og ég held að þetta eigi eftir að gera mikið fyrir leikinn þegar maður getur loksins farið bak við box og verið öruggur þar.

Allavega af þeim breytingum sem ég las, var ég mest ánægður með þessa.

Hvað með ykkur?

MF.