Daginn,

Ég er með uppsett hjá mér windows xp og er að lenda í smá veseni með að fá half life til að virka. Ég er með cd-inn (löglega keyptan og virkaði síðast þegar ég var að nota hann, 2 ár síðan) og installa half life og allt fúnkerar fínt þangað til ég ætla að byrja að spila hann (single player). Þá kemur “please insert half life cd” þótt hann sé í drifinu og ég hafi náð að installa leiknum með honum.

Það kemur reyndar líka einhver melding þegar ég opna leikinn að þetta version af windows sé með þekktan bug í tengslum við half life en eftir smá leit hér tel ég mig hafa komist að því að þar sé bara verið að tala um eitthvað winxp fix fyrir laggi (sem skiptir mig engu máli í þessari aðstöðu).

Ég er með directx installað og drivera fyrir skjákortið (er með geforce2 ti). Er með upplausn stillta í 1024*860 í open gl ef það skiptir einhverju.

Allavega, veit einhver hvað gæti verið að ?<br><br>——
Kv. Steini
“Nei nei, það er í lagi með mig, ég er bara krónískt freðinn.” ;)

“Of course I'm home. I'm always home. I'm uncool.”
<i>//Lester Bangs - Almost Famous</i
Kv, Steini