Ég var að velta fyrir mér hvaða skoðun menn hefðu á því hvaða tækni er best að fá í upphafi leiks, og á ég þá við upphaf CLASSIC leiks.
Með tækni á ég við t.d. upgrades, HA eða JP, phase tech eða motion tracking o.s.f.

Svo er alltaf mjög umdeilt hvaða chambers á að byggja í upphafi leiks, en dc-mc-sc röðin er sú vinsælasta þó svo að það komi fyrir að menn byrji á sc(sensory chamber) eða jafnvel mc.

Sjálfur hef ég ekkert á móti því að hefja leik með sc, því að ef sc er rétt notaður og staðsettur á góðum stöðum má hæglega öðlast yfirburði í leik, en eins og alltaf má búast við að það mistakist…en það er alltaf gaman að gera smá tilraunir með svona.


<br><br><b>Ich esse dich mit Käse</