Já ég hef oft verið nefndur við uppfinningamenn og það breytir því ekki að þegar ég var um daginn að tala við vin minn sem spilar akkurat counter-strike og hann átti afmæli, flaug mér geðveik hugmynd í kollinn.

Það sem ég var akkurat að spá er að afhverju ekki að hafa svona Afmælis Rcon á simnet serverunum… T.d þegar einhver á afmæli þá lætur hann zlave vita að hann eigi afmæli og hann gefur þeim sem á afmæli rconið á servernum og hann má bara hafa það yfir daginn, og hann mætti gera hvað sem er á simnet serverunum eins og að gera gravity, breyta um borð og slappa fólk og svona(samt auðvitað bara í góðu, ekkert vera að ban kicka fólki það yrði bannað)…
T.d ef einhver á afmæli þá gæti zlave bara breytt rcon fyrir daginn án þess að segja neinum t.d ef að JinX ætti afmæli þá myndi hann bara gera rconið AfmaelisJinx og bara láta Jinx vita rconið og hann gæti leikið sér allan daginn á serverunum með rcon eins og honum fyndist skemmtilegast að nota það.

Mér datt þetta mikið í hug því að ég frétti að sumu fólki hlakkar ekkert mikið til afmælis sins lengur en með þessu myndi fólki miklu meira hlakka til afmælis síns, og ég tek það líka bara fram að þetta er bara hugmynd, ég er ekkert að fullyrða það að ég heimti fram á að þetta verði gert en ég vona bara að þið séuð sammála mér þarna úti og þetta getur verið framkvæmd þótt það tæki vinnu og tíma og ég er til í að aðstoða zlave í þessu ef hann samþykkir þetta.

Í von um góðar móttökur og ekkert flame,
[.Abeo.]HitKillah