Þetta á kannski ekki við hérna, en þar sem að það er ekkert almennt tölvuleikjaáhugamál, þá er þetta jafn góður staður fyrir þessa frétt eins og aðrir.

Í gær, þriðjudaginn 27. mars, tilkynntu THQ að Evil Dead: Hail to the King leikurinn væri kominn í búðir. Við getum búist við honum hérlendis eftir u.þ.b. viku, ef að Kanarnir bregðast okkur eins og vanalega!

Bruce Campbell, stjarnan úr myndunum, talar fyrir Ash. Hægt verður að finna vopn sem að eru endurbætanleg, t.d. haglabyssa sem að getur orðið kraftmeiri með tímanum. Þótt að það væri við hæfi fyrir leik af þessari gerð að hafa fullt af skotbardögum og vélsagarslögum mun samt hluti hans þarfnast könnunar og þrautir munu einnig vera til staðar.

Við skulum vona að þessi leikur verði góður, enda ætti hann það skilið miðað við myndirnar!

<a href="http://www.thq.com/“> Heimasíða THQ</a>
<a href=”http://www.evildeadgame.com/“> Evid Dead leikurinn</a><br><br>Royal Fool
”You've been Fooled"