Daginn/Kvöldið.

Jæja ég ákvað að taka mig til og skrifa einn kork vegna umræðu

sem braust út hér neðar á korkinum vegna “utanlands downloads”.



Hvað er erlendur gagnaflutningur? Jú hann er einmitt þegar fólk,

rétt eins og ég og þú förum á einhvað sem er ekki “hostað”

hérlends, s.s. yahoo.com , msn.com , steam, MSN sjálft og svo

frammvegis að þá flokkast það undir “utanlands download”.



MSN: Ég las þetta af heimasíðu Símans, það kom spurning upp og

var það um MSN. MSN er peer to peer connection nema það komi upp

einhverjar truflanir á leiðinni að þá fer það í gegnum Microsoft.

Dæmi um truflanir: Ef um router eða eldvegg er að ræða milli

þessara tveggja véla sem notendur þeirra eru að senda á milli

sín skjala eða einhverju álíka að þá flokkað undir “utanlands

download”.

MSN er eitt stærsta samskiptar forrit sem margir íslendingar

nota til að tala meðal annars við ættingja erlendis og fleira.

Þá er oft um að ræða að fólk sé að senda milli sín myndir og

jafnvel tala saman í gegnum MSN.

En gerir sig sjaldan grein fyrir því að þetta kostar ef truflun

er á leiðinni.



Steam: Er forrit sem heldur utan um leiki sem fyrirtækið Valve

gefur út. Þetta forrit er mjög sniðugt að því leiti til að þú

þarft ekki að hugsa mikið útí upfærslur og fleira, mjög

aulaproof forrit að mínu mati. En það hefur ásamt fleiri

forritum mjög óþægilegar afleiðingar rétt eins og MSN.

Þetta kostar allt.

Dæmi: Valve ákveður að breyta Counter-Strike, gefur út uppfærslu

og þú verður að sækja hana til að spila leikinn. Gefum okkur það

að hún sé 10MB og þá ertu strax skuldugur símanum um heilar

25krónur. Það virðist ekki vera mikið en þetta telur allt.



Batman.is : Batman.is er mjög skemmtileg síða, virkilega

fjölbreytt efni á þessari síðu og alltaf nýtt efni að koma inn.

En þá ertu líka að borga fyrir mjög mikið af því sem fer fram á

batman.is vegna þess að mest af þessu eru linkar á erlendar

síður. Þetta telur allt.




Siminn: Að mér skilst að þá leigði síminn strenginn sem er milli

íslands og umheimsins og það var ástæða þeirra afhverju þeir

vildu meina að þeir máttu rukka fyrir þetta, þar sem þeir

borguðu fyrir þjónustuna. Það gekk ágætlega fyrir sig, þangað

til að siminn á orðið sinn eiginn streng og þá skil ég ekki

alveg ástæðu þeirra á þessu “Utanlands Downloadi”.




Ég veit að það er ekki frítt að halda uppi streng milli íslands

og umheimsins, en þetta finnst mér frekar ýktar tölur.

Hagnaður símans á þessu utanlands downloadi er brot af hagnaði

símans yfir árið og ef ekki brota brot.




Jújú, ísland er eyja útí rassgati og það er dýrt að búa hér.

En þetta er eitt brot af því sem ég tel að mætti lagfæra.




Afhverju skrifa ég um þetta: Því mér finnst ekkert sérlega

skemmtilegt að borga drullu mikið og eiga bara að brosa.



Ef ég leyfist svo djarfur að fara útí sambærilegt dæmi, ef um

áhugamannahóp um Tvöföldur reykjanesbrautar hefði ekki verið

stofnaður þá efast ég STÓRLEGA um að þeir væru að verða búnir

með fyrsta hluta Tvöföldunnarinnar. Það sem þeir gerðu er að

þeir beyttu þrýstingi gegn Ríkisstjórn og fengu þessu þar með

gert.




Ég myndi endilega vilja fá comment á þetta sem ég var að skrifa,

ef þið hafið comment á móti þessu, svarið með rökum.



Over and Out,
[TVAL]PlebbZor aKa Paul Vitti The Boss.