Þar sem ég hef mjög lítið spilað upp á síðkastið en hef samt náð að fylgjast með flestu hérna á huga hef ég tekið eftir einu frekar leiðinlegu atriði, sem þið flest hafið án efa einnig tekið eftir en kannski ekki pælt mikið í.

Eftir að 1.6 kom virðist spilun og áhugi á CS minnkað til muna. Í 1.5 var mania oft rúmlega hálf-full eða meira alveg fram á rauðan morgun eða jafnvel allan sólarhringinn. Og ástæðan fyrir því er örugglega hvernig leikurinn hefur breyst. En hafiði pælt í einu ? Þið eruð flest of upptekin við að dissa allt sem kemur á huga og saka flesta ef ekki alla um hax, í stað þess fyrir að spila bara helvítis leikinn ?
Þetta áður ágæta samfélag hefur breyst til hins verra, þegar ég byrjaði var mjög mikið um skemmtileg clön og móral var yfir höfuð mjög fínn, núna eruði farin að eyða allri ykkar orku í diss og leiðindi.

Gott dæmi um þetta greinin sem hann insane Astro, ef ég man nafnið rétt, sendi inn; þótt mörg atriði í henni hafi ekki verið fullkomlega rétt og stafsetning kannski ekki rétt, þá var greinilega ágætis vinna lögð í þessa grein og ekkert nema gott að segja við það. En hver voru viðbrögð spilara ? Getið bara skoðað þau sjálf og hugsað ykkur aðeins um. Í hvert skipti sem einhver sýnir eitthvað frumkvæði, hvort það sé eitthvað til í því eða ekki, þá er það dissað niður í svaðið. Ekki furða þótt vinsældir leiksins og vinsældir www.hugi.is/hl hafi dvínað, eina sem maður sér hérna eru leiðindi.

Hvernig væri að spilarar myndu taka sig saman og losna við þennan biturleika sem virðist hrjá alla ? Reyna frekar að byggja upp og bæta heldur en að rífa niður og skemma.

(Tek það skýrt fram að ég held því ekki fram að ég sé eitthvað skárri en flestir, allt fleim á þetta er hjartanlega afkþakkað, ef þið hafið ekkert gáfulegt að segja, .)