Nú var ég barað spá, ef súperman spilaði CS, myndi x-ray visionið hans nýtast í leiknum? sæi hann gegnum veggi í CS? Það er náttúrulega álitamál hvort það virkaði gegnum skjái, held það fari aðalega eftir því hvort tölvan er yfirleitt að teikna það sem er hinu megin við vegginn…

Nú munu margir segja það myndi alls ekki virka, því X-rays, rönten geisla-sjón myndi bara leyfa honum að sjá gegnum mimunandi efni og það sem er á skjánum breytir ekkert úr hverju skjárinn er. Hinsvegar er Súperman ekkert með X-ray vision, eða allavega ekki bara. Það er meira svona alhliða “sjá-í-gegnum-vision”, samanber að hann getur séð nokkuð skýrt og óbrenglað gegnum hluti, sér hold gegnum föt en ekki bara beint inn að beini.

Hvað haldið þið?