Þessi spurning virðist vera mjög algeng hjá íslenskum CS spilurum í dag: “hvenær byrjar Skjálfta netdeildin?”

Ég hreinlega skil ekki hvernig fólk getur haldið áfram að spyrja að þessu. Ég veit ekki til þess að nokkur umsjónarmaður Skjálfta, sem veit yfir höfuð eitthvað um þessa netdeild, hafi nokkurntímann gefið upp neitt sem bendir til þess að þessi netdeild muni koma upp, og í þeim tilfellum sem einhverjar spurningar hafa komið upp varðandi hana hefur ALLTAF verið sagt að það sé verið að vinna í henni. Það virðist því vera eins konar orðrómur á milli CS spilara sem gefur öðrum ranghugmyndir varðandi þessa deild.

Ég ætla mér þó ekki að koma af stað einhverri röfl-umræðu hérna heldur langar mig til að segja ykkur nákvæmlega hvernig staða mála er með deildina.

Áður en lengra er haldið langar mig til að benda á það að við, umsjónarmenn Skjálfta, erum að vinna sjálfboðavinnu. Við fáum hvorki borgað fyrir að mæta á Skjálfta né að halda uppi þjónustum Skjálfta á netinu. Þó svo að við tökum að okkur einhver ákveðin verkefni þýðir það ekki að við séum skyldugir til að sinna þeim og taka þau fram yfir allt annað í lífi okkar. Það þýðir þó ekki að við getum haft þennan “admin” stimpil á okkur án þess að gera neitt.

Síðasta netdeild á vegum Skjálfta var Thursinn.CS invite, sem eftir mínu minni byrjaði um miðjan apríl 2003 og endaði í byrjun maí sama ár. Þar sem fólk var mjög óánægt með þetta fyrirkomulag var ákveðið að það yrðu ekki haldnar fleiri invite deildir, og þar af leiðandi myndi næsta deild á vegum Skjálfta vera opin fyrir öll lið. Það var þó ekki hægt að koma þannig deild í gang sökum skorts á vélbúnaði. Það var ekki fyrr en snemma á þessu ári, þegar Skjálfti fékk 12 nýja netþjóna í sínar hendur, að hægt var að fara að hugsa út í að setja upp netdeild.

Það er kannski auðvelt að hugsa út í að setja upp netdeild, en því miður er ekki jafn auðvelt að framkvæma það. Það þarf að ganga frá samningum styrktaraðila, safna saman hóp af virkum og hæfum stjórnendum, og síðast en ekki síst setja upp vefkerfi til að halda utan um allar upplýsingar um lið, spilara og leiki deildarinnar. Það sem er að tefja okkur núna er þetta kerfi sem ég er að vinna í. Málið er að ég er í skóla og þarf að gera ýmislegt tengt því, t.d. skila verkefnum og læra undir próf, og er ég ekki að fara að taka sjálfboðavinnu fram yfir það. Það er þó ekki mikið sem er eftir af þessu kerfi og vonast ég til þess að það verði tilbúið til notkunar um miðjan maí.

Ég vona að þið skiljið núna hvernig málin standa.<br><br>[.<a href="http://www.1337.is/">GEGT1337</a>.]<a href=“mailto:gaulzi@1337.is”>gaulzi</a>
- <a href="http://www.hugi.is/“>Hugi.is</a> / <a href=”http://www.hugi.is/hl/">Half-Life</a> admin
hver er þessi vefstjòri og hvað í andskotanum varðar hann um mína undirskrift?