Jæja, góðan daginn.

Þannig er nú mál með vexti að ég hef undanfarna daga verið að spila á serverum með <b>“FF”</b>eða <b>“Friendly Fire”</b>eða fyrir nýliða í CS íþróttinni, eða þá sem ekki eru sleipir í enskunni virkar þetta þannig að þeir sem fara óvarlega með vopn sín geta átt á hættu að skaða liðfélaga sína. Þetta getur verið góð þjálfun í að hugsa aðeins áður en þú hendir sprengjum eða skýtur á allt sem hreyfist. Hinsvegar tíðkast það mjög mikið núorðið að óprúttnir einstaklingar eru að gera sér að leik að skaða liðfélga sína á spawni, ýtrekað og stundum að drepa þá og hirða vopn þeirra. Þetta er líka mikið stundað af fólki sem er að fara af server þeir bíða eftir að spawna og skjóta alla félaga sína áður en þeir svo fara útaf. Þetta endar oftar en ekki með því að serverinn tæmist vegna þess að það er frekar pirrandi að drepast í byrjun rounds og þurfa að býða allt roundið vegna þess að fólk getur ekki hagað sér eins og þau séu komin yfir 7 ára aldurinn. Auðvitað geta slys komið fyrir og þá er einfaldast bara að byðja fórnarlamb afsökunar, sem kemur að öðru málefni sem er að “hefna” sín. Oft þegar maður kannski grensar óvart í liðsfélaga sem missir kannski 7 í hp þá kemur oft fyrir að sá einstaklingur sé eitthvað sár og svekktur yfir því og snýr sér við og skýtur til baka, þá erum við ekki að tala um eitt skot í tána með glock til að minna mann á að passa sig heldur 2-3 skot í búkinn bara í eitthverju bræðiskasti, gildir engu hvort maður byðji hann afsökunar eður ei. En allavega, tilgangurinn með þessum korki var að byðja fólk sem er í þessu að hætta og þeim sem ekki sjá sér fært að gera það að spila á serverum sem ekki eru með <b>“FF”</b>, og líka byðja aðra spilara að vera duglegri við að votekicka þeim sem láta svona, því að þetta er nátttúrulega bara dónaskapur gagnvart þeim sem spila eins og menn, og það ætti fólk ekki að láta bjóða sér.<br><br><i>Það er vísindalega sannað að vitlaust fólk er vitlausara en annað fólk</i>

<b>PeZiK skrifaði:</b><br><hr><i>þó að rafmagnið myndi fara af hjá punch…þá myndi hann allftaf rata á sjálflýsandi ircið sitt í myrkrinu</i><br><hr>

Counter Strike : Rampager
Unreal Tournament/2003/2004 : |Z|Rampage