Sælir allir NS spilarar.

Það hefur nokkuð borið á því að menn hafi verið að kvarta við mig yfir hegðun manna á Ns serverunum. Þá er kominn tími til að ég skýri aðeins þær línur sem eru í NS samfélaginu.

Hegðun á server:
1. Ekki má heita klúrum og niðrandi nöfnum.
Nöfn eins og “eg er hommi” og “Negraskitur” eru ekki leyfð. Það eru nokkrir einstaklingar sem eiga einstaklega erfitt með að skilja þessa reglu en so be it, svona er þetta.

2. Bannað að fleima aðra leikmenn.
Ef að þú þarft að skammast eða rífast í vinum þínum sem spila líka NS þá skaltu finna annan vetvang til þess en á server. Ef að þér mislíkar hegðun annara leikmanna þá er í lagi að segja það en ekki kalla aðra leikmenn niðrandi nöfnum (hommi, skítur, fáviti… etc)

3. Berið virðingu fyrir öðrum leikmönnum.
NS samfélagið er ungt þó að við séum nokkrir sem höfum spilað frá fyrsta degi. Það er fullt af fólki að spila í fyrsta skipti. Hjálpið þeim í stað þess að fleima. Því fleiri sem spila þeim mun betra.

4. Ekki vera með lélegan móral
Þó að það sé verið að spila combat/classic og þú vilt einmitt spila hitt, þá er algjör óþarfi að vera með læti. Það eru 2 serverar, mapcycle verður ekki breytt, ef að þú er ósáttur við það map sem er að fara af stað þá er hægt að nota votemap commandið í console til að skipta um map, ef að nægilega margir eru sammála þér þá verður skipt um map annars ekki.

5. Þeir sem eru með rcon hafa leyfi til að banna leikmenn, skipta um map, kicka leikmönnum ef að ekki er farið eftir þessum reglum. Ég hvet þá til að gera það til að þetta samfélag fari ekki úr böndunum.

6. Sjá reglur 1-5 aftur

Ef að einhver er ósáttur við þetta þá er minnsta málið að ná á mig annað hvort með því að senda mér skilaboð í gegnum Huga eða á irc #ns.is undir nafninu HR|Xavier

Kveðja,

Xavier<br><br>Jesus Loves You! Everyone Else Thinks Your A Cunt!!!