Pósta þessu aftur þar sem að einhverra hlutavegna virðist fyrri póstinum hafa verið eytt.

Vegna verulegra tölvuvandræða aðal stjórnanda Thursins.Q3.CS 1on1 mótsins sem átti að halda þessa helgi höfum við ákveðið að breyta fyrirkomulaginu.

Í stað þess að halda mótið yfir eina helgi höfum við ákveðið að dreifa því á næstu viku, ein umferð per dag (sirka).

Fyrsta umferð á að vera búin fyrir þriðjudag, s.s spiluð á mánudeginum(eða í kvöld eða á morgun).

Skila á úrslitum(nákvæmt um hvernig fór) og hvaða kort var spilað á #thursinn.q3 til ketils, haffa eða slay.

http://thursinn.hugi.is/duel/ þarna sjást hverjir mæta hverjum í fyrstu umferð, serverar sem hægt er að nota eru skjalfti2.simnet.is:27960 til 27963.

Á þriðjudagskvöld á síðan að spila næstu umferð, þeir sem vinna sinn fyrsta leik spila í Round 2 af winnersbracket en þeir sem tapa spila í Round L1 af losers bracket. (útskýrist þegar þið horfið á bracketana á síðunni - http://thursinn.hugi.is/duel/ )

3 kort eru í boði, ztn3tourney1(fylgir ekki með, hægt að ná í það hér:http://static.hugi.is/games/quake3/maps/1on1/ztn3tourney1.zip - unzippast í baseq3 folderinn), pro-q3dm6 og pro-q3tourney4(fylgja bæði með leiknum).

Ein viðureign er eitt kort.

Sá sem er seedaður hærra neitar fyrst einu korti og síðan sá sem er seedaður lægra og eftir stendur kortið sem á að spila.

Hægt er að sjá seed listann hér -> http://thursinn.hugi.is/duel/?show=Players