Var einhver að spyrja og komu nokkur mismunandi svör þarna..
Ákvað að skella bara þeim texta sem ég bjó til fyrir fólk sem kom með þessar spurningar á irkinu…


Hvað er þetta ?

Í stutt máli… Continuum gengur út á að auka sambönd milli klana og ef upp koma
deilur eða slíkt að hafa hóp utan klanana (stjórnina) til að hjálpa til við að leysa
þau. Býr til sameiginlegan hóp sem getur unnið að sameiginlegum verkefnum, (sem dæmi ef við setjum upp deild væri hægt að fá serverana frá öllum klönunum undir hendur deildarstjóranna).
Gengur einnig út á það að koma minni og yngri klönunum meira inn á kortið og samfélagið
og að þeir hafi eitthvað að segja og viti hvað sé að ske.
Þetta býr vonandi til sterkari liðsanda og þetta gefur okkur kosti á að gera meira sem
heild en ekki bara að setja upp kork og gá hverjir eru til..



Heimasíðan mun vera einhvern veginn á þann hátt að þegar þið komið inn mun vera frétta section..
Nýjustu fréttir (jafnvel djók fréttir) frá íslandi og utan þess.
Það mun vera clan section, með irkrásar lista, stutta lýsingu á klaninu, roster sem verður breytanlegur og email hjá leaderum klanana þar sem þið getið náð í þá.
(hvort sem það er til að sækja um eða kvarta undan hegðun annar membera)
Það mun vera staður þar sem fólk kemst í tengls við stjórnina og email fyrir
hugmyndir sem fólk hefur á bara nánast hverju sem er, sambandi við stjórnina eða continuum í heild.
Link listi á clan síður, allar helstu síðurnar, listi yfir íslenska servera
og annað sem okkur finnst meiga vera þar.
Forumið mun vera lokað og opið. Lokuð forum munu vera fyrir hverja deild heimasíðurnar
(Frétta deildin sem dæmi hefur lokaðan part þar sem þeir geta postað sín á milli)
(Lokaður partur fyrir leaders klanana, sem einungis þeir og stjórnin (5 manns líklega) mun
komast inn og geta talað sín á milli eða votað um þá hluti sem snerta klönin.
(er líka pæling í að koma sér parti á foruminu fyrir hvert klan, opið og lokað, þar sem annað fólk getur þá haft samband við klönin með þeim hætti og klönin sjálf geta talað sín á milli um málefni á síðunni)
Opið forum mun síðan vera með mörgum sér forumum….
Ef fólk færi t.d. í hjálp væri “meginn” hjálp og síðan væri kannski sér partur með Steam, og gæti
fólk þá leitað að þeim spurningum sem hafa komið áður.
Annar gæti verið um rcon skipanir og server stillingar…
Við munum takar hart á þursaskap á forumum, ég er að vonast til að við setjum upp viðvörunar
system sem mun virka þannig að adminar gefa fólki punkta ef það hegðar sér illa (í forum private message)
og þegar punktarnir ná t.d. 10 þá mun fólk vera bannað í viku..
Þessir punktar munu þá standa við hliðina á nicki fólks á foruminu…
Forumin munu vera fyrir clan members only og getur fólk sótt um aðgang og munum við þá skoða hvort
þeir einstaklingar séu skráðir á roster clansins hjá continuum..
Þetta er svona partur af pælingunni, en ég tel að möguleikarnir séu margir og endilega stingið upp á fleirrum.
Svo ef fólki er illa við einhvern part af þeim pælingum sem við höfum er alltaf hægt að setja upp
vote um breytingar þegar leader forumið er komið upp..




Var einnig smá að spá í að hanna challenge deild innan félagsins en það yrði eitthvað í framtíðinni…
(gætir þá aðeins challengað lið sem eru tveimur sætum neðar eða ofar og færð mismunandi stig eftir því, svo seata liðin sig sjálf)

Akkurat núna er bara verið að bíða eftir heimasíðu..

Sé ekkert við neitt af þessu sem er tilgangslaust þótt áhugi sumra sé kannski lítill…
Memberlistinn er á þriðja hundruð akkurat núna og fer vaxandi. (er þá talið eftir þeim klönum sem skrá sig og heildar roster)

Er að fara hægar á stað en ég mundi vilja en þetta er bara stopp á síðunni á meðan hún er í hönnun.
(sem er svosem í lagi, real life, skjálfta undirbúningur, skóli og love að toga í mig)
Skellum vonandi upp einhverju skeleton bráðlega til að byrja með.

Sjáum bara til hvernig þetta fer..
Ebeneser