Maður þarf ekki að gera neitt rangt til að punkbuster virki ekki. Hann sér alveg um það sjálfur.

Hvað ætti maður svo sem að vera að gera rangt þegar hann virkar einn daginn og daginn eftir gerir maður allt nákvæmlega eins og hann virkar samt ekki?

Það eru vissulega alltaf einhverjir sem lesa ekki ekki readme skrána og eru svo voðalega hissa þegar forritið virkar ekki, en það á ekki við um alla sem eru í vandræðum með punkbuster. Auk þess verður nú að játast að clreadme.txt er ekki skiljanlegasta skjalið á Internetinu. Ég legg til að menn sýni þeim sem eru í vandræðum skilning og samúð og geri ekki ráð fyrir að þeir séu fávitar. Ég legg líka til að fólk haldi áfram að nota PB og að PB verði áfram required á sumum serverum vegna þess að þannig eru mestar líkur á að PB sé lagaður og standi undir væntingum. Það er til mikils að vinna.