Ég hef verið að hugsa um þetta einelti sem CS samfélagið virðist vera að leggja KotR í.
Ég væri til í að vita af hverju allir hata kotr því það er ekki nóg fyrir mig að þeir hafi enga betri ástæðu heldur en að kotr hafa einu sinn haldið server eða eitthvað álíka, því það hefur enginn ekki gert sem spilað hefur cs að staðaldri.
Að sjálfsögðu þurfa allir einhvern/einhverja til þess að hata og er oftar en ekki engin ástæða nema sú þörf mannsins til að hata einhvern, hvort sem hann hefur ástæðu eða ekki.
Ég er nokkuð viss um að einhver hafi byrjað á að hata kotr vegna einhvers sálfræðilegs áfalls sem hann kenndi kotr um. Síðan hefur það breiðst út mann frá manni, því það er annar hlutur í eðli mannsins sem segir honum að það sé auðveldara að hata einhvern ef fleiri hata hann.
Þannig hef ég komist að þeirri niðurstöðu að meirihluti þeirra sem hata kotr eru bara að hata kotr vegna þess að það er heppilegt að hata þá sem aðrir hata þ.e.a.s. það bættust alltaf fleiri og fleiri í hópinn án þess að hafa neina sérstakan hatur gegn kotr sérstaklega, heldur frekar til þess að fylgja straumnu.

Endinlega segið mér hver ástæðan sé að ykkar mati því ég vil endinlega vita ástæðu þessa alls. :/