Kveikjan að þessum pósti er geinin hans Elvars um afturför CS samfélagsins.

Nú sýnist mér á öllu að ég sé einn elsti CS-spilari landsins, 41 árs. Það er fínt að hendast í CS af og til og fá smá útrás. Mæli reyndar með því fyrir flesta.

En það sem mér finnst einna mest að varðandi CS í dag er það að það er allt of mikill fíflaskapur í gangi á public-serverum. Að vísu er fullkomlega skiljanlegt að svo sé þegar litið er til þess að margir spilarar eru bara 10-13 ára.

Það er oft þreytandi að þetta byggist bara á að rusha og skjóta allt sem hreyfist, engin samvinna í gangi og CT kallaðir camparar ef þeir reyna að passa bombsite (sem er reyndar oftast verkefni þeirra).

Þurfum við, þessir eldri (25 ára og upp úr), ekki bara að stofna sér klan og server fyrir okkur? Þá getum við notið alls þess besta í CS eins t.d. samvinnunnar og ánægjunnar að hafa áorkað einverju sem hluti liðsins.

Bara svona vangavelta sem ég vildi koma á framfæri í tilefni af grein Elvars.

CS: GilliBoy
DoD: Private Parts