Það blunda í mér vissar grunsemdir varðandi leik okkar GGRN-manna við NEF í kvöld. Áhyggjur mínar varða heiðarlega spilamennsku sem ég hlýt að draga í efa þegar NEF á í hlut. Gott og vel, það má kalla mig efasemdamann, en mín trú er sú að leikur NEF í kvöld verði vafasamur. Ég hef ýmislegt fyrir mér í þeim efnum sem ég ætla ekki að tíunda hér, því það er ekki mitt hlutverk að koma upp um hin ýmsu brögð sem Nefið hefur orðið uppvíst af á ýmsum public serverum. (Þetta vita þeir sem til þekkja.)

Til að leikurinn, eða úrslitin sem slík, verði ekki tortryggileg vil ég setja fram eftirfarandi kröfu:

Einhver ICSN admin verði inni í leiknum í kvöld til að fylgjast með NEF og geti blandað sér í leikinn um leið og fer að kræla á einhverjum svindlum. Ef að ICSN adminar verða að ósk minni, mun ég ekki draga í efa réttmæti úrslitanna.

[GGRN]Josh