Sælir félagar og vinir!

Ég get ekki neitað því að mér krossbrá þegar ég las eftirfarandi skilaboð frá Zlave:

“Búið er að fækka stjórnendum þessa áhugamáls. Ástæðan er einfaldlega sú að margir þeirra voru ekki að sinna þessu áhugamáli á neinn sýnilegan hátt.”

Ég hugsaði með mér: Já, gott mál! Sumir eru greinilega ekki að leggja neitt af mörkum hér og ágætt að hreinsa aðeins til. Var reyndar að vonast til að notað yrði tækifærið og bögubósum úr hópnum yrði útrýmt í leiðinni. En, nei. Ég leit til vinstri til að tékka hverjum Zlave hafði sparkað! Og … úbbs… enginn Rooster lengur meðal stjórnenda. Heldur er þessi hjörð nú til að annast þetta áhugamál:

Confuzed
gaulzi
izelord
Raid3r
StOrM
Topas
zlave

“Say no more, say no more.” einsog segir í Monty Python sketsi nokkrum - með fullri virðingu og allt það. Ástæðan fyrir því að ég er ekki búinn að svara þessu fyrr en nú er sú að ég hljóp að sjálfsögðu hágrátandi í rúmið og hef nú verið að velta þessu fyrir mér í nokkra daga. Hvernig er hægt að bregaðst við? Best auðvitað að telja uppá 10. Hægt.

Nú finnst mér að Zlave ætti að hafa í huga, eða eins og sagt er uppá engilsaxneska tungu: Less is more! Hið góða stjórnvald heldur sig til hlés. En er jafnframt vakinn og sofinn, lítur til með því að allt sé með sóma í Óklahóma og svo framvegis. Tekur til hendinni þegar þarf. Af hverju heldur Zlave að þetta sé svona vinsælt áhugamál?

Við hljótum að krefjast þess að Zlave skilgreini nánar(ég tala nú ekki um í þessu ljósi sem snýr að hinu milda yfirvaldi) hvað hann meinar með orðunum að "sinna þessu áhugamáli á [neinn] sýnilegan hátt."?

Við GGRN menn erum í sárum og eigum erfitt með að túlka þessa aðgerð öðru vísi en atlögu að klaninu. Og eftir herráðsfund höfum við tekið ákvörðun um að bojíkötta huga þar til þessi gerræðislega ákvörðun hefur verið endurskoðuð. Eða þá að færð verði ítarleg rök fyrir þessari aðgerð og þá að þau rök haldi vatni. (Nokkuð sem við í klaninu eigum mjög erfitt með að sjá fyrir okkur að gerist.)

Með tárvotum kveðjum,

[GGRN]Rooste