Vegna undanfarinna þráða verður ekki hjá því komist að einhverjir spyrji hvort hér sé málfrelsi.
Svarið er nokkuð einfalt þótt hægt sé að teygja það aðeins:

Ekki frekar en það sé “málfrelsi” á Íslandi og ekki frekar en það sé “málfrelsi” í Morgunblaðinu. Hugi er miðill, við[stjórnendur] ráðum hvað birtist hér og hvað ekki. Hér eru svokallaðar zero-tolerance regla, þ.e.a.s. ef einhver brýtur í bága við notendaskilmála Huga þá eru tafarlausar aðgerðir heimilaðar.
Eftir að yfirstjórnendur fóru að fylgja þessari reglu fyrir nokkru varð töluverð aukning í aðsókn á Huga, sem er hið besta mál.

Svarið er semsagt: NEI!

Og ef hér væri málfrelsi, tilhvers haldið þið þá að stjórnendurnir séu hér ?

Vegna þessa langar mig að biðja ykkur um að ýta aðeins á ‘svara’ við þeim póstum sem þið ætlið að svara.
Annars eruð þið að taka áhættu á því að póstinum ykkar verði eytt ef þið eruð að svara þursapósti sem á það á hættu að vera hent.
Það er nefnilega þannig hér á huga að ef pósti er eytt, þá er öllum svörum sjálfvirkt hent.

Og þetta er ekki vælupóstur þar sem ég er að grátbiðja fólk um að haga sér í samræmi við líkamlegan aldur.
Þetta er fremur útskýring á þeirri stefnu sem hugi.is fylgir, og ábending til þeirra sem kunna að haga sér.

izelord.<br><br>______________________________________________
<i>“Hey, drolezi, ég tala við frænda minn izelord ef þú ferð ekki!”</i>

<b>izelord.</b>
<b>Your evil HLSA</
Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.