Jæja þar sem þetta áhugamál er farið út í eithvað rugl t.d RAPP þá hlýtur nú að vera við hæfi að koma með þetta þar sem allir cs spilara verða svangir.

Nú ætla ég að kenna ykkur að elda “Spaghetti carbonara”

Það fyrst sem þið ættuð að gera er að athuga ástandið á heimilinu og tjékka hvort þetta sé til ef ekki þá bara skella sér í 10/11 sem er opið 24/7

<b>Hráefni:</b>
400g spaghetti, Barilla

150g beikon

6 msk parmesanostur, nýrifinn

6 msk rjómi

4 stk egg

pipar

salt

<b>Undirbúningur</b>
Skerið beikonið í bita.

<b>Matreiðsla</b>
Sjóðið spaghettíið samkvæmt leiðbeiningunum á pakkanum. Steikið beikonið á stórri pönnu eða í potti og setjið síðan soðið pasta út í. Blandið saman eggjum, osti og rjóma, pipar og ögn af salti. Takið pönnuna af hitanum og hellið eggjablöndunni á pastað. Blandið vel en látið þetta ekki sjóða. Berið réttinn fram strax.

Þetta er mjög gott svona á milli scrimma og tekur ekki langan tíma svona um 25 min.


Þá er kokka horni Alla lokið í bili en ekki örvænta ég mun senda svona <b>5-6 korka á viku um MAT</b> hér á þetta blessaða HL áhugamál okkar.

En ef þetta gengur ekki vel hjá ykkur endilega msg mig bara ekkert mál! <br><br>KK

Alli