Jæja allir CS brjálæðingar.
Ég hef náð viðtali við Counter-Strike snillinginn -Marlowe-.
Hér kemur það HF :

Viðtal við Marlowe

Spyrill: Jæja. Þú ert nú frekar góður og virtur CS spilari, hvað hefuru spilað lengi ?

Marlowe: Ja, ég byrjaði í 1.3….og hef spilað bara síðan…

Spyrill: Áttu einhverja vini sem spila Counter-Strike ?

Marlowe: Já. Death$h4gg3r, Bartman og $enteZa.

Spyrill: Spilaru einhverja aðra leiki en Counter-Strike ?

Marlowe: Já. Ég spila DOD af og til og ég er einnig massífur Quake spilari.

Spyrill: Hvert er þitt uppáhalds map í CS ?

Marlowe: Mín uppáhalds möpp eru inferno og DD2.

Spyrill: En hvað um þitt uppáhalds vopn?

Marlowe: Ég held mest uppá colt og AK.

Spyrill: Hver er þinn erfiðasti mótherji?

Marlowe: Ja. Það er nú erfitt að segja en ætli það sé ekki hann Knifah. Hann er alveg hreint magnaður.

Spyrill: Hver helduru að sé lykillinn að velgengni þinni ?

Marlowe: Ja, ég held nú bara að það sé mikil spilun og einbeiting.
Svo er auðvitað bara að hafa gaman. :P

Spyrill: Hvað viltu segja við upprennandi CS spilara ?

Marlowe: Æfið ykkur bara og standið ykkur. Þá gengur ykkur allt í haginn.

Spyrill: Jæja ég þakka þér fyrir gott spjall. GL bara í framtíðinni.

Marlowe: Já takk. Bless.

Jæja vona að þið hafið haft gaman að þessu. Takk fyrir mig.

Spyrill var Robbid$
„The dreams in which I´m dying are the best I´ve ever had.“ - Mad World