Þessi saga gerðist því miður í alvöru:

Þetta var fagurt sunnudagskvöld, tilvalið fyrir counter-strike leik. Ég settist við tölvuna, og connectaði mig við server, og allir nema isnet pro serverarnir voru fullir. Ég lýt ekki á sjálfan mig sem pro-cs player, þannig að ég beið þolinmóður, og eftirvæntingagrfullur eftir að komast á einn pöbblikk sörverinn. Loksins komst ég inn, og borðið cs_office var á. Ég joinaði terrorista, og valdi snjómodelið, sem er einmitt tilvalið fyrir þetta borð. Það fyrsta sem ég gerði var að fara við glugga, og bíða eftir ct´s. Þegar ég sá þrjá koma, kallaði ég á backup strax, en því miður kom enginn. “Þeir eru líklega uppteknir við að drepa”, hugsaði ég leiður í bragði, þegar enginn backup kom, og ég var drepinn. Eftir þónokkra leiki, fattaði ég að ct´s komu eiginlega alltaf á sama stað, og keypti mér awp, og sat fyrir þeim, og bað líka um hjálp á þeim stað, því eins og allir vita er awp ómögulegur í close combat. Ég sagði “Cover me” svo fallega fyrir framan alla, að það glampaði á upphrópunarmerkið fyrir ofan mig. En enginn kom, og ég var drepinn fljótt. Ég reyndi að plana smá, en því miður hlýddi enginn mér. Jæja, hugsaði ég, þegar við vorum búnir að tapa 11 sinnum, og ct´s 1 sinni. Ég sagði við liðsfélaga mína: c´mon strakar, spilum sma teamwork herna, vid erum ad tapa“, en einu svörin sem ég fékk var ”fuck u“ , eða ”gerdu thad bara sjalfur“. úff, hugsaði ég, jæja fyrst þeir vilja ekkert með mínar áætlanir að gera, þá fer spurði ég þá hvort að þeir væru með eitthvða, en við því fékk ég: ”haettu bara ad vaela". þá hugsaði ég: ég bara í ct´s. ég skipti þegar ég dó, en þá var ég með 3 frög, og ég man ekki hvað mörg deaths, en um leið og ég skipti var ég kallaður ýmsum ljótum orðum, og hvattur (óvingjarnlega og ákveðið) að skipta um lið aftur. Persónulega finnst mér skemmtilegast að spila cs þegar einhver 1, eða 2, eða allt liðið kemur sér saman um hvað á að gera, eins og er gert í clanmötchum, og ég bjóst við að fólk mundi reyna að spila cs eins skemmtilegan, og gerist, þegar ég connectaði við serverinn. Nú hafði ég fengið nóg, þetta fólk var alls ekki opið fyrir neinu, nema að hlaupa allt í sitthvora átt. Ég connectaði þá við isnet pro serverinn, því að mig langaði að spila með reyndum spilurum, sem væru opnari fyrir teamwork. Þá komst ég að sanneleikanum, fólki er andskotans sama hvaða server það fer á, pro, newbie servera, hvað sem er, bara ef þeir eru ekki fullir. mér leiddist svo að ég fór á ircið!(semsagt mér leiddist mikið) og skemmti mér betur þar. Þegar ég spilaði team fortress (ég veit, ég var heimskur) þá voru bara reyndir spilarar inn á pro serverunum, og ég fór eiginlega aldrei þangað. Nú svara margir líklega svörum eins og: farðu í clan, eða eitthvað þannig, en mér finnst að maður geti líka spilað skemmtilegan cs á public server.



vukodlak