Það virðist sem að sumir eru í vandræðum með steam og að það komi upp þessi villa, sama hversu oft þeir henda út steam og setja hann inn aftur. “(AppReadyToLunch) This game needs to be flushed.” Þessi villa kom hjá mér og mér tókst að laga hana. Þess vegna ætla ég að segja ykkur hvernig ég fór að, og vona að þetta virki hjá ykkur. :D
Í fyrsta lagi verður þú að UnInstalla cs (ekki steam heldur bara 1,5). Þegar þú ert búin/nn að því þá skaltu henda cs möppunni og tæma henni úr ruslatunnunni. Næst sem þú þarft að gera er að UnInstalla Steam, og henda síðan möppunni og tæma henni úr ruslatunnunni.
Síðan skaltu restarta tölvunni þinni.
Byrjaðu núna á því að setja Counter Strike diskinn þinn inn í geisladrifið, installa og uppfæra úr 1,0 í 1,5. Þegar þú ert búin/nn að því skaltu restarta tölvunni þinni til öryggis. Þegar þú ert búin/nn að ræsa hana aftur skaltu installa steam uppá nýtt og bíða eftir steam er búiða að update-a sig. Finndu síðan útlenskan server í gegnum steam, og farðu inná hann. Ef þú kemst inn á serverinn þá virkar þetta, ef ekki þá virkar þetta því miður ekki hjá þér. :/ (ATH!!!… Það gæti tekið svolítinn tíma að komast inná serverinn þegar þú ert nýbuin/nn að installa steam. Þegar kemur “Preparing to play Counter Strike”, skaltu bara bíða róleg/ur, því að þá er counter strike að uppfæra sig sjálft. Eftir smá stund ætti það að koma upp gluggi um að counter strike sé búið að uppfæra sig, og þá skaltu bara smella á “Play Game” eða eitthvað álíka.)
Allavega fyrir ykkur sem eru með þessa villu og hafa ekki tekist að laga hana, vona ég alveg innilega að þetta virki. =)
Kv. Castrol***