Ég lenti í því um daginn að tölvan mín fór að lagga frekar mikið. Ég vildi kenna Simnet um og gerði það í smá tíma. Svo náði ég forrit sem heldur utan um uppload download á tölvuna og sá þá að hún var að nota alla bandvíddina í að upploada þó að engin forrit væru í gangi (og smá í að downloada líka). Það var orsökin fyrir lagginu, en einnig ástæðan fyrir meira downloadi.
Ég vírusskannaði tölvuna með Housecall sem er frítt online vírusleitar forrit.
http://housecall.antivirus.com/housecall/start_frame.asp

Houscall fann orm sem var að nota nánast alla uppload bandvíddina og hluta af downloadinu.
Eftir að hafa hreinsað hann út hætti ég að lagga og tölvan hætti að downloada/upploada án þess að ég vildi.

Fyrst að ég hef lent í þessu þá hljóta einhverjir aðrir að eiga við sama vandamál að stríða. Prófiði þetta, sérstaklega ef ykkur finnst þið ekki vera að downloada jafn miklu og reikningurinn sýnir :-)

kv,
[TT]Redrum