Jæja.

Lengi er ég búinn að sitja óþolimóður eftir að hið fræga lagg hjá vodafone fari að hætta og var ég orðinn verulega pirraður að ég fór á q3-simnet server og var með fast pingið alveg frá 100 til 160. Og lækkaði eitthvað á milli niður í 30-90. Rosalega óstöðugt. Síðan prufaði ég að fara í Start/Run/cmd og pinga simnet.is og fékk þær sömu tölur að ofanveru.

Ég tók upp tólið áðan og hringdi í Vodafone, beið í um 20 mínutur að þeir myndi svara mér og var ég látinn bíða með hundleiðinlega djasstónlist sem eitt lag endurtók sig 4 sinnum.
En jæja hvað með það, loksins svaraði maður mér og var bara mjög rólegur meða við hvað ég var pirraður og á þessu og sagði honum eins og er að ég hafi verið að lagga síðan að Íslandssími breyttist yfir í Vodafone, verið alltaf mjög óstöðugt, frýs af og til og sagði honum að ég hafi verið pirraður að sjá það að nú færi ég ekki undir 100 í ping.

Maðurin svaraði mér þannig að hann vissi alveg af þessu og skildi mig mjög vel að ég væri pirraður á þessu en tæknimennirnir væru ekki vissir hvað væri að en eru á fullu að reyna að laga þetta og eru bráðlega að fá nýjan búnað svo að þetta muni mjög vonandi lagast í mestalagi eftir einn mánuð. En auðvitað getur þetta dregst lengra en þeir væru að vinna mjög mikið í þessu.

Ég spurði hann hvort að hann gæti vitað hvað væri svona mest að, hann sagði að það væri bara svo mikið álag á því að fólk sé að downloda mikið frá DC++ og slíkt og fólk væri búið að vera að stækka tengingarnar hjá sér (512kb ADSL yfir í 1mb ADSL) að það væri bara einfaldlega svo mikið álag á kerfinu.

Þar með endaði samtalið og þakka ég honum fyrir upplýsingarnar.

Jæja, 2 sem hægt er að gera núna.

1. Færa sig yfir í simnet ?

2. Vera þolimóður og bíða í umþabil mánuð til hugsanlega 2 mánuði eftir að þeir hafa lagað þetta hjá sér ?

Ég veit ekki en ég hugsa að ég gefi vodafone séns í umþabil mánuð/1 og hálfan mánuð annars veit maður ekki hvað maður gerir. <br><br>A`(Felix) As In Adios #team-adios
FwF| HuXeN As In Forward Warring Forces #fwf