Sælir

Ég var að prófa að setja upp CS á 2 heimatölvunum mínum og ætlaði að fara að spila.

Önnur tölvan er borðvél, en hin ný IBM thinkpad fartölva.
Þegar ég creataði server á borðtölvunni, og byrjaði að labba um, þá virkaði allt fínt. Hins vegar þegar ég tengdist inn á serverinn frá fartölvunni, þá varð allt e-ð skrítið á fartölvunni.

Þegar ég labba um, og stoppa svo, þá heldur characterinn áfram að labba í smá stund þangað til hann loks stoppar. Það er semsagt eins og tölvan sé soltið eftirá að hlýða þeim skipunum sem ég læt hana fá.
Ef ég síðan bý til nýjan server á fartölvunni, þá virka stjórntækin fullkomnlega, en þegar ég læt borðtölvuna tengjast servernum, þá byrjar þetta aftur að láta svona á fartölvunni. Í báðum tilfellum er þetta ok á borðtölvunni.

Ég er með CS 1.5 uppsettan á báðum vélunum.

Hefur einhver hugmynd hvernig ég get leyst þetta?