Nýlega var sendu inn korkur
og bent á grein á http://www.gotfrag.com/?node=forum&id=31847&x= .

Ég las þessa grein með miklum áhuga og fór að hugsa hvort ekki væri eitthvað til í þessu.

Quote: Höfund greinarinnar:

CS 1.5 was pretty much perfect in all aspects, it ran smooth, textures looked really good for such an old game, computer and video requirements werent high AT ALL, the guns were pretty realistic and took alot more skill to use. it ran great on my p2 400mhz.

Þetta er rétt og eftir að 1.6 var gefinn út þá þarf maður miklu betri tölvu til að fá mannsæmandi fps. Höfundur greinarinnar á gotfrag tengdi þetta óbeint við “Valve” og það að þeir hefðu ekki grætt neitt á CS modinu síðan það var gefið út fyrir utan þá sem keyptu það fyrst eða HL og svo dl Counter-Strike.

Hann talaði óbeint um það að þeir væru líklega orðnir þreyttir á að hafa búið til vinsælasta online multiplayer leik sem til er og ekki vera að græða neitt á honum lengur.
Að búa til “leik” sem er ennþá að seljast enn þann dag í dag (HL),
og búa svo til mod sem verður svo vinsælt að annar hver maður veit hvað það er, þá auðvitað þegar að peningar hætta að flæða inn þá fari þeir að hugsa um nýjar leiðir til að koma flæðinu aftur af stað.

Nema að þetta er fyrst að koma í ljóst nú með Steam á fullu í bakgrunninum á tölvunni þinni að lagga cs.

Hann talaði um sambönd Valve við Intel, Nvidia og fleiri stórnöfn í tölvubransanum:

“Imagine companys like Nvidia, ATI, Intel and AMD kicking out money to valve to make one of the MOST POPULAR games EVER more hardware dependant which would increase their sales…cuz valve sure wasnt any making money off CS besides the initial purchase)”

Sem sagt að stórfyrirtækin hafi gert einhversskonar samning við Valve um að gera leikinn þannig að það þyrfti enn betri tölvu og Þrívíddarkort til dæmis. Til að spila leikinn sómasamlega.
Ef þetta hefur verið eitthvað líkt þessu og gengið eftir þá hljóta peningar að flæða inn og svo óbeint til valve líka.

Ef að 1.5 útgáfan væri ennþá við lýði þegar að HL2 kemur út. Hefðir þú þá keypt hann?
Með nýju útgáfunni þá hljóta margir að vilja prófa eitthvað nýtt eða eiga þá möguleikann á að prófa heitasta leikinn á markaðnum í framtíðinni (HL2). Því að þeir eru búnir að uppfæra tölvuna sína.
Útaf “rosalegum” kröfum nýju útgáfunnar.

Spurðu sjálfan/n þig þessarar spurningar:
Hefðirðu frekar keypt HL2 þegar hann kemur út ef að 1.5 útgáfan væri ennþá til? Er ekki líklegra að þú kaupir hann núna eftir að 1.6 var gefinn út?

Og að taka leik sem var næstum ekkert böggaður (1.5) Þurfti ekkert góða tölvu til að geta spilað hann upp að ákveðnu marki. Flestir fengu fínt ping og ef ekki þá var það útaf fyrirtæki sem þessi einstaklingur var hjá..

Og nú höfum við þetta “snilldar” forrit s.s. Steam..
Til að pirra okkur, lagga leikinn og crasha tölvunni (hef heyrt dæmi um það og hef þurft að restarta minni eigin allnokkrum sinnum í þessu veseni sem það er að setja Steam upp og ná því í gang).

Sjáiði ekkert samhengi hér á milli?

Er valve bara samansafn af gráðugu fólki sem fannst ekki nóg að græða milljarð eftir milljarð eftir milljarð hér fyrir nokkrum árum?

______________________________________________ _

Ég tel mig ekki hafa stolið þessari grein “beint” heldur quotað hana nokkrum sinnum og ýtt umræðunni aðeins meira útaf gotfrag og inn á huga.is/hl .

Flame at will


Chmztry-