Eftir mjög tilkomumikla keppni urðu sigurvegarar Klípan sem kemur frá Reykjavík. Í vinninga fyrir efstu sæti voru Logitech leikjamýs, Bíómiðar og Pizzaveisla í boði Pizza '67.

Í öðru sæti varð Freak (að mestu frá Fellabæ) og í þriðja varð Ratok (Akureyri og Reykjavík).

Spiluð var ein umferð þar sem allir spiluðu við alla en síðann spiluðu efstu tvö liðin þar til annað var búið að vinna tvisvar. Í úrslitaleikjunum voru spiluð borð samkvæmt samkomulagi efstu liða og var ákveðið að spila Dust2 og Inferno en ekki kom til þess að það þyrfti að velja 3ja borðið. Freak kom mjög sterkt inn í Dust 2 en Klípan sigraði mjög sannfærandi á Inferno. Að mestu var farið eftir CPL reglum.

Allt í allt gekk mótið vel fyrir sig þrátt fyrir að þeir netþjónar sem voru ætlaðir til verksins hafi ekki staðið sig sem skildi. Við viljum þakka þeim fjölmörgu spilurum sem miðluðu af reynslu sinni og gerðu farsælt mót að veruleika. Þetta var mikill skóli fyrir þá okkar sem stóðum að þessu. P3tur, Hrói (Ashtray) og SeveruZ eiga sérstakar þakkir skilið.

Mikill áhugi utan Austurlands komu okkur á óvart en færri lið af Austurlandi komu til leiks en höfðu boðað sig.

Við viljum þakka öllum sem komu að þessu með okkur.