Jæja, ég horfði á the Grinch í dag og er búinn að vera að hlustá einhver róleg lög í allann dag, orðinn linur á innan og farinn að hugsa, ákvað svo að “get this off my chest”.

Þetta er formleg afsökunarbeiðni frá mér til aðila og liða CS samfélagsins á Íslandi. Þetta er eitthvað sem kannski skiptir fólk yfir höfuð engu máli og þér er alveg sama um, en ég vildi persónulega koma þessu frá mér. Ef þú heldur að þér muni ekki líka lesningin mæli ég með að þú sleppir því að lesa og svara.

Ég er búinn að komast að því að ég hef verið algjör asni yfir netið gegnum tíðina, við allmargar mis-saklausar manneskjur. Rakst á ggrn.org link hérna á huga áðan og fór að lesa gamlar fréttir þar og rakst á nokkrar SiC fréttir. Las þær í fyrsta skipti sem hlutlaus aðili og skellti aðeins uppúr yfir þeim. Ég áttaði mig á því að ég hef skitið yfir og rifið kjaft við allnokkra GGRN gaura gegnum tíðina og kallað þá þursa hingað og þangað, án þess kannski að hafa neina rosalega ástæðu fyrir því fyrir utan hvað mér var eitthvað svo illa við þessa fréttasíðu hjá þeim. Þetta var greinilega einfaldlega þeirra leið til að hafa gaman af CS. Biðst afsökunar á því, GGRN.

Óli, Some0ne, er sennilega sá spilari sem á inni hvað stærsta afsökunarbeiðni frá mér. Ég hef clanhórast duglega eftir að ég fór að geta eitthvað í CS og gat komist á marga staði. Oftar en ekki var það einhversstaðar með þér eða í kringum þig, alltaf yfirgaf ég aftur. SiC var skemmtilegasta clanið sem ég hef nokkurntímann verið í og áttir þú stórann þátt í því, ásamt öllum hinum sem voru í því. Ég biðst afsökunar á því hvað ég hef brugðist þér oft gegnum tíðina meðan þú hefur alltaf stutt við bakið á mér.

ccp/id17/murk, nef, drake, sic og fleiri tilheyra clan-sögu minni en þessi hafa það öll sérstakt að hafa tekið við mér allavega 1 sinni aftur, eftir að ég hafði yfirgefið þá. Af hverju þeir gerðu það eru örugglega einhverjar ástæður en það skiptir ekki máli núna, biðst afsökunar á clanhórinu, það var dauðans mikið á tímabili.

MARGIR einstaklingar eiga inni afsökunarbeiðni frá mér vegna kjafts og leiðinda sem ég hef stofnað til/troðið mér í bæði á huga og í CS. Gimpos, Armani, Gotti, Scorpion, Cerebuz, Skyline, Ace, Snoopy, Roccos, izelord, Orko, Spaz, Snoz, flabb, Spike, Aramis, íris, venuss, eru nöfn sem koma strax í huga. Þetta var aðeins brot af fólki sem ég hef “böggað” eða rifist við gegnum tíðina. Ef ég taldi þig ekki upp, ekki taka það til þín því það eru SVO margir sem ég hef angrað að ég get ekki munað öll nöfnin. Til allra ykkar sem ég hef verið með leiðindi/sært jafnvel.. af einhverju tagi gegnum tíðina, biðst ég innilegrar afsökunar.

Ástæða fyrir þessum pósti er kannski ekki fyrir hendi, nema bara að þeir sem þekkja mig í hinu lifandi lífi vita flestir að ég reyni allt til að vera hin besta manneskja og geri allt sem ég get fyrir alla. En á netinu má segja að það taki svolítið öðruvísi persónuleiki við, ég ætla að reyna að taka mig á og laga það.

Ég ætlast ekki til neins sérstaks frá neinum af ykkur öllum nema bara fyrirgefningar og vinskapar.

Virðingafyllst,
Sigurður Rúnar, a.k.a Shayan.<br><br>——
“I never did one thing right in my life you know that.. not one.. That takes skill.” - Samuel L. Jackson (Long Kiss Goodnight)
Sigurður Helgason