Svona á greinin um exploits, public og pickup að líta út (ef þetta virkar núna það er að segja):


Sælir áhugamenn um Natural Selection!

Jæja, hugi eyddi parti úr hinni greininni (sama vesen og með “Hina Íslensku NS Hjálp”). Hér er ég búinn að fjarlægja tánk dauðans (oddklofa) og þessi útgáfa ætti að koma heil inn:

Greinin skiptist í tvo hluta:
-Hlutann um reglur gegn exploits á public og í pickup.
…og…
-Hlutann um Hvernig pickup leikir ganga fyrir sig (mætti orða það sem “Vinnureglur á pickup”).



====Hlutinn um exploits:====

Nú er u.þ.b. mánuður síðan NS 2.0 kom út og var það leikur góður, og mikill hvalreki fyrir leikjaunnendur um allan heim.
En því miður koma oftast upp í leikjum (sérstaklega jafn margslungnum og NS) exploits sem leikjaþjónar neyðast til að setja reglur og bönn gagnvart (skywalk í CS er þekkt dæmi).

Hér vil ég því hefja opna umræðu um exploits, og tillögur um reglur gegn þeim.





Allmennt viðurkennd skilgreining á orðinu exploit:

Exploit: Eitthver óæskileg nýting á kerfi og möguleikum leiksins sér til framdráttar, eða til að gera eitthvað sem á ekki að vera hægt í leiknum (eitthvað sem hönnuðir leiksins ætluðu sér aldrei að væri hægt).

Eða í stuttu máli: “Svindl” án þess að fikta í kóðanum.


Nú eru nokkur exploits möguleg í NS 2.0, og rétt eins og með 1.0 þá setja serverar oft reglur og bönn gegn þeim. Mörg voru löguð með útgáfu 2.0 og enn önnur er ráðgert að laga með 2.01 (sjá changelog í póstinum um 2.01 fyrir neðan þennan).

EN sum eru til staðar í NS 2.0 og er ekki ráðgert að laga í 2.01 (og ekki 2.1 heldur svo ég viti). Þau verstu myndi ég segja eru:

1) Að festa aliens í byggingum:
Versta dæmið um þetta er þegar Commanderinn byggir turret “inni í” Onos sem er að gera árás á turret farm hjá honum (er að buffa TF-ið t.d.). Þá er ekki nóg með að Onosinn festist gjörsamlega (og er tættur upp af turrets/marines í kring), heldur missir hann energy mjög hratt, og getur ekki einu sinni “stangað” (“gore” heitir árásin).

2) Að loka leiðum “physically” með byggingum:
Með “physically” þá meina ég þannig að fólk komist líkamlega alls ekki framhjá, ólíkt að loka með turrets þannig að maður sé drepinn áður en maður kemst framhjá. Aliens geta blockað lyftur og sumar hurðir með því að byggja, sem er á vissan hátt pirrandi, en Siege getur leyst það mál og oft kippa sér menn ekki upp við það út af Phase Gates.
Öllu alvarlegra er þegar Marines loka þröngum dyrum með Command Console, eða byggja það fyrir ofan stiga (þar sem lóðréttur stigi endar þannig að endi byggingarinnar myndi “sillu” yfir stigann) þannig að maður komist ekki upp.
Auðvitað er hægt að deila um hvort slíkt teljist exploit eða “taktík á gráa svæðinu”, en hönnuðir leiksins hafa sagt að enginn byggjanlegur veggur til að blokka leiðir “taktískt” eigi að vera í leiknum, út af gameplay ástæðum. Þetta hafa þeir bæði sagt í óopinberlega og FAQ skjali um NS tillögur:

***[Tilvitnun hefst]***

Things that have been discussed and will not be going into NS for gameplay or story reasons:

Excess blood (gibs, gore)

Manned guns/gun emplacements

Sniper rifles

Rocket Launchers

Anything not fitting NS' gritty feel (this means laser guns, plasma rifles, energy weapons, etc.)

*Constructable walls* ———————–HÉRNA

“Realistic” weapon physics

Better melee weapons for marines

Gas Masks for combatting Spore Cloud (as of NS2.0, an exception has been made for those already integrated in Heavy Armor)

***[Tilvitnun endar]***

Semsagt: Engir byggjanlegir veggir. Þeir skemma gameplay. (“will not be going into NS for gameplay or story reasons:”)


Þetta má sjá í official NS “suggestions and ideas forum”. Adresssa: " http://www.natural-selection.org/forums/index.php?act=ST&f=5&t=739&s=75d7d5ea81aa757abba18a9c86bb1933 “ (fjarlægja bil í adressunni ef hugi býr það til)



Jæja, allavega, löng saga gerð stutt:
Hvernig finnst ykkur að reglur um exploits á puclic og í pickup ættu að vera? Persónulega finnst mér að það ætti að banna bæði ofantöld atriði þar sem þau áttu aldrei að vera möguleg og skemma að mínu mati leikinn.







====Hlutinn um almennan pickup====


Nú hafa menn lengi talað um að setja almennar reglur um pickup leikina. Reglur um að hætta í miðjum leik, reglur um hvernig kosningarnar skuli ganga fyrir sig, ”plönun“ (planning), og spilun. Hér er stutt tillaga um hvernig þetta gæti litið út (nokkurnveginn eins og það gengur alltaf fyrir sig bara):

Fyrir þá sem ekki vita þá er irc rásin #nspickup
notuð til þess að hittast og lýsa yfir þáttöku sinni. Þá fara menn inn á hana og skrifa !add og þá bætir bot einn lítill mönnum í ”topic“ rásarinnar, sem virkar þá eins og listi yfir þáttakendur. Ef menn hætta við, komast ekki, eða eru að fara út eða eitthvað þá skal að sjálfsögðu skrifa !remove til að láta bot-inn fjarlægja sig úr ”topic listanum". Annars búast hinir við þér og neyðast til að hangsa inni á server meðan öðrum manni er reddað. Þegar nógu margir eru komnir í lista (12 oftast), þá lætur bot-inn alla vita að smella sér inn á server. Svo hittast menn á umræddum server og ákveða hverjir ætla að kjósa:

Eftir að ákveðið er hver kýs er málunum hagað þannig:


*Allir fara í spectator, nema þeir sem eiga að kjósa. Þeir verða eftir í readyroom.

*Sá sem byrjar að kjósa er [Team1] (bæta taggi fyrir framan nafnið), og hans lið byrjar sem Marines. Hinn fær að sjálfsögðu taggið [Team2] og allir sem hann kýs fara í Aliens fyrst.

*Kjósendur skiptast á að segja nafn þess sem hann kýs og þá fer sá hinn sami umsvifalaust í readyroom (ýtir á f4), smellir sér í viðeigandi lið, og setur upp viðeigandi tag.

*Eftir að allir eru komnir í lið (kjósendur líka) þá hefst plön-un. Ef menn geta ekki orðið sammála um plan-ið þá skal kjósandi liðsins ráða.

*Eftir að plön-un lýkur hefst leikurinn, og er kjósandi Commander þegar liðið hans spilar Marines.

*Eftir að leiknum lýkur, fer [Team1] í Aliens og [Team2] í Marines, þ.e. skiptast á liðum.

*Seinni leikurinn er spilaður eftir sömu reglum og sá fyrri.


*GL&HF =)


P.S Mér finnst líka að það ætti að setja upp server moddið “Unstuck” á íslensku serverunum (algengt á erlendum). Maður festist einfaldlega of oft og það er eigi skemmtilegt. Með Unstuck gerirðu einfaldlega “say /stuck” eða “say /unstuck” (þ.e. segir /stuck við alla á servernum) og þá ertu laus. Vandamálið leyst.



Skeiðin er máttugri en sverðið.
<br><br>NS: ARG/OBhave
BF: ARG
ET: OBhave
UT2k3: ARG
í CS hét ég OBhave
í TFC hét ég [EN]OB1 (in ye olde days of 56k, yarr)