Jæja ég er byrjaður að spila betuna af 1.6, það er hægt að hlaða henni niður í gegnum Steam og fyrir þá sem ekki vita hvað Steam er, þá er það nýtt thingamabob frá Valve. Í gegnum Steam á að vera hægt að spila cs og uppfæra, mjög auðveldlega og ég var allavega mjög sáttur við hinar nýju valmyndir og allar breytingar á leiknum.

Fyrst að nefna nýju vopnin, Galil og Famas eru nýjir ódýrir Assault rifflar og mjög skemmtilegir í notkun, fyrir utan að vera ekkert hrikalega nákvæmir. Skjöldurinn er kominn!!! Hann er mátulega gott varnarvopn og hrikalegur fílingur þegar SMG og skammbyssukúlur hrynja af honum og maður fær ekki skrámu. Hins vegar er mjög óþægiegt að mæta einhverjum með alvöru byssu. Ég er ekki búinn að spila cs af viti í langan tíma en mér fannst mjög gaman að spila jafnvel þó að tengingin hjá mér yrði til þess að ég þurfti að spila við botta skratta, sem furðulegt eins og það er, eru bara ansi góðir og AI er mjög gott ( CZ ??? ). Búið er að breyta nokkrum borðum og mér brá þegar ég sá rigningu í aztec !!! Þetta var geðveikur effect og ég var verulega sáttur.

Það sem betur mátti fara er að þeir hefðu getað uppfært módelin á öllum vopnunum, í samanburði við Galil og Famas þá virkar gamli colt bara hallærislegur og AKinn dáldið þreyttur. Ég heyrði endurkastshljóð (aldrei heyrt þau jafnvel áður) og þau voru virkilega cool, jafnvel í hátölurunum mínum. Þessi uppfærsla virðist einungis virka í gegnum Steam, allavega gat ég ekki spilað í gegnum AllSeeingEye (ekki sjéns á cs1.6b.

Þetta er kannski ekki merkileg grein og kannski allir búnir að spila betuna, en fyrir þá sem ekki hafa prufað hana mæli ég með að þeir skelli sér á hana og spili sem fyrst, verulega svöl þessi nýju vopn og skjöldurinn er bara nett svalur !