Sælir. Nokkrir ykkar munu vita að ég póstaði auglýsingu fyrir public lanið okkar á “Hitt og þetta” korknum (áður en okkur áskotnaðist NS korkurinn). Nú dregur nær laninu (næsta laugardag kl. 23:00, 16.ágúst) og við erum orðnir 12 staðfestir á það (tel ekki með fólk sem segir “kannski”). En okkur vantar fleiri (væri best að vera allavega 16) og því vil ég (því mikið af nýju fólki er komið á þennan kork) auglýsa aftur:

Við leigjum K-Lan salinn í 12 tíma, frá 23:00 til 11:00 daginn eftir. Þetta kostar 1000kr á mann (fyrir 12 tíma leigu á tölvu, leðurstól, húsnæði og K-Lan fulltrúa á launum við að hjálpa okkur).

Við ætlum að spila Battlefield (venjulega og Road to Rome), Natural Selection, Enemy Territory, og UT2k3 CtF, auk frjálsra leikja eftir “prógrammið”.

Það eru allir velkomnir, og það ÞARF ekki að koma með neitt nema sjálfan sig og þúsundkall. En ef einhver vill þá má hann koma með sínar eigin græjur ef menn eru t.d. háðir músinni sinni.

Til að lesa sér til um lanið, “prógrammið” og hvernig það gengur fyrir sig farið á:

http://www.hugi.is/hl/bigboxes.php?box_type=whatson&whatId=2136

eða ef það virkar ekki, kíkið neðarlega á Half-Life forsíðuna í ”atburði“ (Það stendur ”DACSAS Lanið í K-Laninu")

umsóknir sendist á e-mailið mitt:
reynirorn@hotmail.com<br><br>NS: ARG
BF: ARG
ET: OBhave
UT2k3: ARG
í CS hét ég OBhave
í TFC hét ég [EN]OB1 (in ye olde days of 56k, yarr)