Með tilkomu 2.0 útgáfu Natural Selection og netþjóns á Íslenskri grund hefur þeim sem stundar leikinn fjöldað til muna. Það hefur líka haft þær afleiðingar að fleiri fara að reyna sig sem commander en því miður með mismikilli velgengni. Til að reyna að snúa því við ætla ég að reyna að hripa niður nokkra punkta um algengustu mistökin.

Algengasta byrjun leiks hjá nýjum spilurum er: 2 ip, 1 armory, 1 turreftactory og síðan slatti af turrets. Ýmislegt er athugavert við þessa byrjun. Það augljósasta er annar infantry portalinn. Hann er einfaldlega óþarfi. Í byrjun leiks eru allir á lífi og því er það í rauninni bara eyðsla á resource að byggja auka portal. Síðar í leiknum má síðan auðveldlega bæta honum við enda ætti þá að vera til nægt af resource.

Seinni “villan” í þessari byrjun er turretfactoryið. Að eyða 15 res í turretfactory og síðan 30+ res í turrets í byrjun leiks er bara sóun. Vilji menn passa base er best að treysta á einhvern leikmann eða þá slengja út einum pakka af jarðsprengjum og koma honum fyrir á gólfinu í kring um ip. Eins og með auka ip má síðan bæta turretfacory við síðar í leiknum.

Því res sem sparast við að sleppa turretfactory má síðan nýta í betri fjárfestingar eins og arms lab og aðra res tower.

Ef við byrjum á arms lab þá er mjög mikilvægt að koma því upp snemma og vinna svo að því í gegnum leikinn að koma bæði armor og weapon upp í þriðja level. Hvað fyrsta upgrade á að vera má deila um en allt hefur sína kosti. Fyrsta armor upgrade gerir það að verkum að lífslíkur aukast um helming þar sem menn þola nú þrjú skulk bít í stað tveggja en fyrsta weapon upgrade eykur styrk vopna um einhverja prósentu. Hvort skal velja er því í rauninni smekksatriði en sjálfur kýs ég armor upgrade þar sem það er virkar vel á móti sensory chamber sem er algengast að aliens byggi fyrst.

Hvað varðar res tower þá er ekkert mikilvægara en að ná þeim í byrjun leiks. Hvernig beri að verja þá er svo álitamál og fer allt eftir staðsetningu hans. Res tower á miðju mappi sem liggur á krossgötum ber hiklaust að verja með turretum. Það ver ekki bara res towerinn heldur heftir hreyfanleika aliens sem er mjög gott. Res tower í utjörðum á ekki að þurfa að verja með öðru en einu stk marine. Hann þarf ekki að standa hjá henni allan tíman heldur er nægt að hafa hann nálægt og kalla hann til ef eitthvað er að gerast. Auðvitað má líka electrifya turnana en það kostar sitt og fælir einungis skulka frá, stærri skrímslin ná þeim án mikilla vandræða.

Ég ætla ekki að fara nánar í einstök atriði en hvað varðar heildar taktík þá er það eina sem skiptir máli að upgrada jafnt og þétt og sækja fram. Þú átt að spila til að vinna. Þú átt að stjórna leiknum. Þú átt að ráða hvenær árásir verða. Þú átt ekki að spila til að tapa og hrúga upp defense i base á meðan aliens búa sig undir eina stóra árás.