vá… okei ég játa það, ég hef spilað cs… shittafokk ég var meira að segja einu sinni góður… eflaust í topp20 á ísafirði. En sem betur fer var ég samt sem áður aldrei góður í cs á landsvísu… var bara ömurlegur frekar. En alla vega… ég hef aldrei haft neitt á móti fólki sem spilar tölvuleiki í gríð og erg, ég meina… ég spila alveg tölvuleiki ennþá. En þessir Counter-strike nördar slá öllu út… mér sárna að sjá þá.
Núna ætla ég að taka nokkur dæmi um yfirgengilega nördun sem ég hef orðið var við hjá þessum helvítis counter-strike nördum.

Dæmi eitt.
Ég er að spila cs, gaur klúðrar öllu fyrir því liði sem ég er að spila með og þá skrifa ég í teamspeak. “Thu ert fifl xxxxx”. Það sem ég fæ á móti er fokkin hálfur serverinn, og ALLIR af þeim segja einhvað alíka og þetta… “FOKKIN nördinn þinn!! ÞÚ ert eflaust geðveikt harður bakvið skjáinn en ég myndi BERJA þig í klessu í real-life”. Reyndar ekki akkúrat svona, en þarna er ég búinn að þýða þetta… það sem ég sá á skjánum var “omg gegt tfra-legt durt bra n00b skoM reynagegt ad vra hardur bv screenin en rl myndi eg pwna j00z”

Dæmi tvö..
Þeir virkilega halda það að ég einhverjir sem eru ekki nördar einzog þeir taki því sem móðgun þegar þeir segja við hann … ÞÚ SÖKKAR Í CS! … ég spyr? who gives a fuck? Ég meina… það er soldið erfitt að trúa þessu en einn nördinn sagði við mig “já Fears, þú ert bara bitur vegna þess að þú sökkar í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur einzog þú sökkar í cs og sökkaðir í dod”. … … … … … … Ég vissi ekki hvernig ég átti að svara þessu, komonn? Öllu sem ég tek mér fyrir hendur??? ÞETTA ERU FOKKIN TÖLVULEIKIR EKKI HÁSKÓLANÁM FÍFLIÐ ÞITT!

Dæmi þrjú.
Þeir tala um 0wn, þegar þeir kicka/banna fólki af irkrásunum sínum… nuff said.

Dæmi fjögur.
Um það bil 90% af þessum NÖRDUM tilbiðja gaur sem þeir vita ekki hvað heitir sem GUÐ… og eru alltaf að skamma fólk þegar það fólk (þessi 10%) dissar hann (guðinn) fyrir að klúðra einhverju … og segja þeim þessum hræðilegu N00bs einzog þér segja að þeir ættu að sýna honum (guðinum) meiri virðingu. Þessi guð, kallar sig … Zlave. Shit, ef nikkið þitt er Zlave, hagaðu þér þannig … gerðu þína vinnu og haltu kjafti. Og shit… þegar einhver opnar á sér munninn og segjir einhvað um Guðinn þá bara wham bham thank you maam! Fer Zlave í fýlu og allir hinir nördarnir fara að gráta. Fokkin fávitar.

Dæmi fimm.
NÖRDFESTIÐ… ég er að tala um skjálfta… ekkert á móti því þannig séð. 500 nördar fara að skemmta sér í tölvuleikjum og kafna úr svitafýlu … allt í lagi með það. En sumir nördana SNAPPA vegna þess að uppáhalds-serverarnir þeirra detta niður þessa helgi… nota bene … þesa helgi. I repeat “HELGI” … shittafokk, farið út að djamma fíflin ykkar.

Dæmi sex.

Dæmi sjö.
haha.. einzog það sé einhvað sex hjá þessum nördum :D get it… alla vega, Dæmi sjö er þeirra öfga-kennda ást á nikkunum sínum. Eitt stykki irk-op (Cyberian) snappaði um daginn einhvern tíman vegna þess að ég og nokkrir vinir mínir vorum með nikk sem RÍMUÐU við nikkið hans. Einzog Ryberian, Lyberian og svo fram vegis… en hann er samt alveg sáttur að það sé dúd á irkinu sem kallar sig Siberian … Hvað í fjandanum er málið??? Er það “Y” sem gildir öllu? Og svo er annar nördi sem kallar sig Hugo, ég gerði eitt sinn grín af klaninu hans … og ekki svona grín af því, heldur svona bara grín þar sem þeir komu við sögu. Einhvað sem allir ættu að hlægja af, sérstaklega GGRN (klanið hans Hugo) en NEI! Dúd snappar og brjálast og verður geðveikur og er við það að springa í loft upp… FOR CRYING ALOUD, þessi gaur er a.m.k 5 árum eldri en ég og ég 18 ára. GET A FUCKIN GRIP GAUR, ÞETTA ER TÖLVULEIKUR.

Dæmi átta.
Margir af þessum ofur-nördum eru byrjaðir að tala í skammstöfunum… maður segjir brandari og fær i staðinn “lol” … Þannig nördar gera mig hrædda… og eflaust margir af þessum fokkin nördum sem lesa þetta, sögðu við skjáinn sinn þegar ég talaði um Zlave “omg, djöz núb”. Eða einhvað álíka nördalegt.

Dæmi níu.
ÞEIR ÆFA SIG! … þeir eru ekki lengur að spila leikinn og hafa gaman af… nei, þeir mæta á ÆFINGAR! … þeir skrópa í vinnuna, hætta í skóla til að geta haldið áfram að ÆFA sig. Hvurslags fokkin geðveiki er þetta!!?!??!?! Það er ekki einzog þessir íslensku nördar eiga eftir að fá einhvern tíman pening úr þessu.

Dæmi tíu.
Peningar! … holy fuck. Það sem þessir nördar geta eytt… tékkið þetta út, Þeir kaupa sér “Haxors ÚberMás of Ultimate Smoothnizz ´n Control” á 5000kall (nafnið er feik en ekki verðið) … þeir kaupa sér svo músarmottu á 5000 kall í viðbót… og svo sér hannaði mouse-skatez (ég veit EKKERT hvað mouse-skatez gera, ekki spyrja mig) á svona 2000 kall í viðbót. Þetta eru 12000 krónur, fyrir hægri höndina!!! … Fokkin fávitar, kaupið ykkur vaselín dollu, miklu minna verð og þið fáið alla vega ánægju úr því. Svo kaupa þeir sér líka head-phones á 14þús krónur. Þetta er bara geðveiki.

Dæmi ellefu.
Öfgakennda samkendinn… ég er huganotandi og er mikið á huga… kíka á half-life áhugamálið og sé þar kork sem fjallar um einhvað útlenskt klan sem er safna peningum svo þeir geta farið á einhvað stór-nörda-mót út í rassgati vegna þess að sponsorinn þeirra fór á hausinn. (auðvitað fór það á hausinn ef þessir ofur-nördar kaupa sér mús+aukahlutir og hedfóns á 25þús kall). Ekki nóg með það að einhverjum íslendingi þótti nógu merkilegt að gera kork um þetta… heldur komu aðrir Íslendingar að bjóðast til að gefa þessum ÚTLENSKU NÖRDUM sem þeir munu ALDREI hitta, peninginn sinn. HVAÐ Í FJANDANUM ERU ÞIÐ AÐ HUGSA!!! JAFNVEL MÚSARMOTTA Á 5000kall er gáfulegra. Shit, ég hefði kork um þetta málefni og hlegið af þessu heimska útlenska klani sem mun missa af nördamóti og vonast til að þessir fokkin nördar munu drepa sig út af sjálfsvorkun.

Fokk hvað ég hata counter-strike nörda.


Disclaimer…
þessi korkur er ekki meintur í fúlustu alvöru, ef þið verðið alveg svakalega móðguð út af þessu þá þýðir það væntanlega að þið eruð nördar.

:D<br><br><i>no offense óttar.. reynir að vera harður thug og eina sem þú segir er “mammaþín”
</i>-don-iris að dissa mig…
mitt svar : ha? mammaþín að segja mammaþín?