Það að vera Newbie eða Noob eins og sumir kalla það er mjög miskilið orð því þú ert ekkert endilega noob ef þú ert lénlegur heldur ertu noob þegar þú ert nýbyrjaður að spila leikin og kannt voðalega lítið í honum. Þessvegna er mjög asnalegt að margir séu að bögga aðra “gamalreynda” cs spilara og kallandi þá nooba útaf þeir teamkilluðu þig óvart. Mistök geta átt sér stað allstaðar.

En það sem ég ætlaði að tala um í þessari grein var það hvernig sé hægt að haga sér vel á serverum ;).

Nr. 1
Ekki vera að ásaka aðra um hax þótt hann hafi skotið þig í gegnum hurð eða eitthvað. Oftast eru menn ekki með hax en stundum getur það gerst og þá á bara að taka demo af haxaranum að verki og senda það admin eða á svindl síðuna sem er hér einhverstaðar á huga.

Nr. 2
Ef að einhver skýtur þig á friendly fire serverum ekki þá skjóta á móti. Alveg sama þótt hann gerði þetta óvart eða viljandi. Það er barnalegt og algjör óþarfi að svara á móti. Bara fara þinn veg og vona að hann drepist sem fyrst ;).

Nr. 3
Ekki team-blocka eða reyna að vera fyrir bara til að pirra fólk. Það ber árangur já, það pirrar fólk en maður á ekki að gera þannig í teamplay leikjum.

Nr. 4
Ekki vera að rífa kjaft við einhvern þegar þú drepst. Það er alveg ömurlegt þegar maður er dauður og þá kemur einhver 13 ára krakki eða jafnvel 30 ára gaur og byrjar að segja manni að halda kjafti vegna þess að það sé pirrað eða eitthvað. Ef þú ert pirraður/pirruð þá er ekki mjög gáfulegt að vera spila cs.

Jæja þá er ég búinn að nefna allt sem ég man. Endilega bætiði við einhverju ef það vantar eitthvað


——-

IRC: ZiRiuS
CS: [-=NeF=-]ZiRiuS
#NeF ;)
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius