Sælt veri fólkið..
Jæja loksins er komið að því að GZ og Bunker haldi CS mót eins og fram hefur komið. Ætlunin er að halda mótið seinustu helgina í júlí, kannski svolítil stuttur fyrirvari, en hvað um það. Þetta er sem sagt helgina 26-27 júlí. Byrjar á slaginu 11 og stendur yfir til klukkan ca. 5-6 eitthvað svoleiðis. Það er ekki ótakmarkaður fjöldi liða sem fær að vera með þannig að fyrstir koma fyrstir fá. Stefnt er að því að það verði milli 12-18 lið með í keppninni og ef þáttaka er betri en við þorðum að vona þá vorum við að hugsa að hafa þetta tvær helgar. Þá mundi þetta klárast eftir verslunarmannahelgina audda Væg verðlaun eru í boði, allir sem verða með fá eitthvað og svo meira fyrir fyrstu 3 sætin. 1.sæti: Inneign í Kringlunni, Bikar og medalíur, Bíómiða, Pizzu veislu, og fleira. 2.sæti: Medalíur, Pizzur og bíómiða ofl. 3.sæti: Medalíur, bíómiða ofl. Annars getur þetta allt breyst.

Fyrirkomulagið er þannig að það er kept á okkar tölvum. Helmingur liða á Bunker og hinn á GZ, skipt verður í riðla og spilað samkvæmt skjálfta reglum. Mönnum er leyft að koma með eigin mýs, mottur, headsett, lyklaborð ef þeir vilja. Þáttökugjaldið er 3500kr p/mann en aðeins 3000kr ef menn borga viku fyrir mótið. Ekkert aldurstakmark verður og rétt er að taka fram að reykingar verða ekki leifðar í húsunum á meðan mótið stendur.
Fréttir herma líka að MurKarar verða ekki með vegna þess að þeir eru erlendis að taka þátt í CPL þannig að allir eiga möguleika núna

Erum í þann mund að búa til lén þar sem menn senda skráningarnar inn. Látum vita um leið og það berst seinna í dag. Svo geta menn líka hringt í okkur í síma 517-4500 eða 562-7776 ef þið eruð með einhverjar spurningar.