Sælir félagar.

Við á Bunker og Gzero vorum að spá í að slá til og halda counter strike mót saman. En áður en við höldum lengra þá langaði okkur að vita hvort það sé einhver áhugi fyrir því.

Það sem við erum að spá er að fá nokkur lið til að vera með í þessu móti sem færi fram í júlí. Þetta mun vera yfir helgi bæði á föstudegi og laugardegi frá ca. 11.00 til 20.00. á kvöldin. Aldurstakmark yrði 14 ára og þátttöku gjaldið milli 2000kr - 3000kr (Getur breyst). Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu 3 sætin, á eftir að koma betur í ljós hver þau verða, allavega ekki símar :P Og rétt er að minnast á að við erum að tala um að menn spili á okkar tölvum.

Þetta er held ég nóg í bili og meira mun koma um leið og við vitum hvort að það sé áhugi fyrir þessu á annað borð.
Annars biðjum við Bunker og Gzero menn að heilsa að sinni með von um góðar eftirtektir :þ

Kv.
Monty