Jamm, í fréttablaðinu í dag kom enn ein ný fréttin um MURKARANA!.. (what a surprise)

það er nú ágæt hefð fyrir því að það sem kemur í fréttablaðið endi í kork .. svo þetta er engin undantekning, þó stór frétt sé

MurK vann Drake í æsispennandi úrslitaleik í HK húsinu Digranesi um helgina. ,,Skjálfti er langstærsta keppnin hérlendis og við leggjum fullan metnað í hana hvert sinn,“ segir Kristján, klanmeðlimur í Murk. ,,Okkur þykir í raun aðeins virkilega skemmtilegt að keppa núna, að spila leikinn einn á Netinu hefur ekki sama sjarma og þegar maður var að byrja á þessu.”

Murk menn eru þó engin undrabörn, að baki velgengninni liggja þrotlausar æfingar og þeir eiga sitt eigið æfingarhúsnæði við Frakkastíg. ,,Ætli við æfum ekki að meðaltali 4 tíma virka daga, með fríum.“

Æfingar eru þó langt frá því að spila bara leikinn. Jóhannes klanmeðlimur útskýrir, ,,Við tökum venjulega eitt kort (borð) fyrir og skoðum það vandlega einir fyrst. Þá erum við að móta áætlanir (ertu nokkuð að passa þig að nota ENGAR! enskuslettur krissi minn?) og skipa mönnum í stöður. Svo tökum við æfingu með öðru klani oftast erlendur.”

En hver er svo uppskera erfiðisins? ,,Að vinna Skjálfta er náttúrulega aðallega bara spurning um veg og virðingu, þó auðtvitað séu líka verðlaun. Höfum fengið 4 síma síðasta árið,“ segir Kristján glettinn.

,,Já,verðlaunin eru oftast ágæt, en einu sinni fengum við samt FIFA 2002, það var slappt.” Segir Jóhannes. ,,Og mínu eintaki var stolið seinna sama dag til að fullkomna það,“ bætir Kristján við hlæjandi.

,,Svo er maður náttúrulega frægur innan viss hóps, sem er bæði blessun og bölvun. Maður mætir kannski í partý þar sem maður þekkir engan, og svo berst út, ,,KNIFAH ER HÉR, KNIFAH ER HÉR!”, og allt í einu er maður umkringdur strákum að tala um CS, og gellurnar flýja.“ Kristján tekur undir þetta: ,,Já, maður er þekktur fyrir að stija fyrir framan tölvu allan daginn, svo við höslum nú ekkert út á þetta, en maður er beðinn um eiginhandaráritanir og einu sinni fékk ég rós frá drengjum sem sáu mig á gangi.” (Var það ekki gaulzi?)

MurKarar stefna til útlanda á eiginlegt heimsmeistaramót í leiknum. Mótið CPL er haldið tvisvar á ari í Dallas í Bandaríkjunum og þangað mæta öll bestu liðin hvaðanæva að úr heiminum. ,,Við erum að taka þátt í fyrsta skipti, en höfum fulla trú á að við verðum í slag um toppsæti,“ fullyrðir Kristján.

Á CPL eru peningaverðlaun, en MurKarar segjast frekar gera þetta vegna ánægjunnar en fjármuna, þó þeir væru góður bónus. ,,Við þurfum allir að borga meira en 100.000kr. fyrir ferðina en það hefur verið mjög erfitt að útvega okkur styrktaraðila. Bunker, net-cafe, styrkir okkur, en almennt virðist fólk ekki gera sér grein fyrir því að við séum góð auglýsing. Ótrúlegur fjöldi ungra tráka er að spila þennan leik.”

david@frettabladid.is
<br><br>[.evil.]Topaz - The allaround g1mp !