Þar sem búið er að taka út litla kubbinn hérna á /hl um commandlínuna fyrir nokkru síðan er mikið spurt um hvað hinar ýmsu commandline skipanir gera og hvernig skal láta þær virka, ákvað ég að senda inn grein til að hjálpa þeim sem ekki hafa þetta á hreinu.

Til þess að setja inn commandline skipun fyrir hl/mods veluru shortcut að leiknum, hægriklikkar á það og ferð í properties. Svo bætiru því sem þú vilt við fyrir aftan Target slóðina. Síðan ferðu í leikinn í gegnum þetta shortcut.

Hérna er listi yfir þær skipanir sem í boði eru:

<i>-noipx</i> - Slekkur á IPX stuðningi hjá þér. Þetta minnkar vinnsluminnisnotkun HL aðeins. Ef þú notar ekki IPX, skelltu þessu inn.

<i>-nojoy</i> - Tekur af stuðning við joystick og minnkar minnisnotkun pínu, hafðu þetta með.

<i>-numericping</i> - Ef þú notar ingame server scannerinn í CS skaltu bæta þessu við, sýnir ping servera í listanum í tölum, en ekki einhverja græna punkta.

<i>-nocdaudio</i> - Ef þú ert með tónlistardisk í drifinu spilar HL hann ekki ef þú setur þetta með.

<i>-console</i> - Bætir inn consolinu.

<i>-game X</i> - Ef þú vilt spila dod skrifaru dod í staðin fyrir X og cstrike ef þú ert með MOD útgáfuna af counter-strike. Ef þú vilt spila önnur mod geturu farið beint í þau með því að setja nafnið fyrir X (t.d. -game tfc fyrir Team Fortress og cstrike fyrir CS).

<i>-noforcemaccel</i> - Ein mikilvægasta skipunin af öllum, þetta slekkur á mouse acceleration, músin færist alltaf jafn langt, óháð hraða.

<i>+X </i>- Framkvæmir skipun í console-inu þegar þú ferð í leikinn, t.d. +name Kjanaprik (svipað og autoexec.cfg).

Mín commandlina: <i>-console -noipx -nojoy -noforcemaccel -nocdaudio</i> (ég nota ekki -game cstrike því ég er með retail útgáfuna af cs)

<b>All-Seeing Eye notendur ATH!</b>
Til að setja þessar skipanir inn fyrir ASE hægriklikkaru á leikinn af leikjalistanum, velur Custom config… þar og setur inn á eftir leiðinni að leiknum (hafa leiðina að leiknum innan gæsalappa en aukaskipanirnar ekki (<a href="http://www.simnet.is/bjornbr/nemesis/greinar/com mandline2.jpg“ target=”_blank">sjá mynd</a>)).