Eitt sem ég hef mikið fundið fyrir og það er hvað fólk segir eftir leikinn… smá pæling sem er líka reply á greininni hans skidrow (taldi að það fengi kannski ekki nægja athygli þar þannig að ég henti því líka hingað..:P):

gg þýðir ekki “djöfull átti ég góðan leik” heldur þýðir það “djöfull var þetta góður leikur hjá ykkur mótherjar”. gg er hrós til andstæðingsins, ekki einhver orð sem snúast um þinn eigin hag… Ekki segja bg eða bfg, það er bara plain dónaskapur.. ef þú vilt endilega segja hvernig þér fannst þér gekk í leiknum segir þú mikið frekar: “bfg hjá hálfvitanum mér.” Hef spilað þennan leik nokkuð lengi og það virðist sem fólk áttar sig oft ekki á þessu…. Og ekki segja að gg eða bg eigi við þitt eigið gengi. Hvað gerir maður eftir leik í t.d. fótbolta? Lappar mar ekki á andstæðingana og segir: “góður leikur”?? Eða lappar mar til andstæðingsins og segir: “djöfull gekk mér vel í dag” og bara ekkert meira svo?? Hið síðara er allavegana mjög kjánalegt og ég mundi stimpla þann leikmann sem hálfvita. Hver einasti maður sem hefur spilað etta eitthvað af viti síðan beta1.x getur sagt ykkur það… og ég lærði þetta af jöxlunum sem voru að spila með mér á þeim tíma, eins og siðapostulanum bbf3, hannibalska skidrow og crusader. Ekki láta arfleifð forvera okkar fara í ruslið heldur stöndum vörð um það sem þeir stóðu fyrir, jafnan og sanngjarna leiki þar sem allt byggðist á bræðralagi og íþróttamennsku!!!!

Segjum GG!!!!!<br><br>Pinko Elephanto
[Necro]Bleiki Fillinn