Ég heiti Griznak og er svindlari. Ég var að spila á ISNET (minnir mig) þegar einhver lúði kom inn og fór að campa, MIKIÐ. Hann fann bara góðan felustað og faldi sig. Eftir smá stund (u.þ.b. 3 lotur) var þetta orðið MJÖG pirrandi, margar min. voru farnar að líða í ekki neitt, því að eftirlifendur gátu ekki fundið hálfvitann og klárað lotuna. Reynt var að skrifa boð til hans en ekki tók hann mark á þeim. Þar sem ég var í sama herbergi og annar spilari, við erum með sömu tengingu, spekaði ég hvar hann var a´fela sig og sagði félaga mínum, sem skaut hann í gegnum vegg með FÍLABYSSUNI (Artic,AWP). Fíflið dó og fór loks af servernum og allir voru happy. Nú spyr ég: Hvaða skoðun hafið þið á þessu ? OG FÆRIÐ RÖK FYRIR MÁLI YKKAR.


P.S. Ég heiti ekki Griznak þegar ég spila besta leik allra tíma, COUNTER-STRIKE.