Ég er búin að vera hjá Íslandsima núna í rúmar hálft ár með 512 tengingu sem á að vera alveg nógu góð svo maður laggi eða choki ekki. Þetta var svona allt i lagi fyrsta mánuðin hjá mér en eftir það hefur það bara verið choke og ekkert annað.

Ég hef hringt í Íslandsíma nokkrum sinnum til að hvarta og í hvert skipti fæ ég sama svarið, hringdu aftur eftir nokkra daga ef þetta er ekki komið í lag. Eftir nokkra daga lagast þetta loksins en svo eftir viku byrjar sama sagan aftur!

Nokkrir vinir mínir eru hjá Símanum með 256 tengingu og eru alltaf með 2x betra ping en ég. Stundum í skrimmi hef ég verið með 50-100 i choke, sem á ekki að vera hægt (nema með 56 kb).

Ég er alveg viss um að margir eru í sama vandamáli og ég með þennan Íslandsima.